fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Birtíngur brýtur blað í stafrænni miðlun

Eyjan
Föstudaginn 12. nóvember 2021 10:37

Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Birtíngs

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útgáfufélagið Birtíngur sem gefur út tímaritin Gestgjafann, Hús og híbýli og Vikuna brýtur nú blað í íslenskri fjölmiðlasögu, en fyrirtækið býður áskrifendum sínum að lesa tímaritin í stafrænni áskrift sem og greinar úr nýjustu tölublöðum tímaritanna.  Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Á vefnum birtingur.is geta lesendur og áskrifendur lesið nýjustu tímaritin og greinar, auk eldra efnis úr safni Birtíngs.

„Birtíngur er fyrsti íslenski fjölmiðillinn á tímaritamarkaði sem býður upp á þessa þjónustu. Sambærileg áskriftarþjónusta þekkist erlendis og þróunin á Norðurlöndum hefur verið í takt við þessa stafrænu vegferð,“ segir Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Birtíngs. „Það má líkja vefnum birtingur.is við fjölmörg áskriftarmódel eins og Netflix, Spotify og Storytel, þar sem áskrifendur borga mánaðargjald að eigin vali og fá í staðinn fjölbreytt efni við allra hæfi.“

Á birtingur.is er öllum boðið upp á sjö daga ókeypis áskrift á vefnum. Óski lesendur eftir að halda áskrift sinni áfram geta þeir valið um nokkrar áskriftarleiðir: netáskrift að tímaritum Birtíngs, net- og prentáskrift að einu tímariti, eða net- og prentáskrift að tímaritunum þremur.

Nýlega kom kökublað Gestgjafans og jólablað Húsa og híbýla út. Von er á kökublaði Vikunnar og hátíðarblöðum Gestgjafans og Húsa og híbýla, auk völvublaðs Vikunnar í desember.

„Áskrifendur geta lesið nýjustu Vikuna, Gestgjafann og Hús og híbýli á vefnum, bæði tímaritin í heild sinni og stakar greinar. Öll tímarit ársins 2021 eru komin inn á vefinn, ásamt úrvali greina þess árs. Auk þess eru öll blöð frá árunum 2018-2021 komin inn á vefinn, auk síðasta árgangs af Séð og Heyrt og Nýju lífi,“ segir Sigríður Dagný. „Við erum að vinna að því að setja inn fleiri árganga af tímaritunum okkar. Það kemur nýtt efni inn í hverri viku og innan tíðar mun allt okkar efni vera aðgengilegt áskrifendum okkar á vefnum.“

Birtíngur útgáfufélag var stofnað haustið 2006 og er nú eina fyrirtækið með einhver umsvif í útgáfu tímarita hér á landi. Í dag gefur Birtíngur út Gestgjafann, Hús og híbýli og Vikuna. Birtíngur gaf þegar mest lét út tíu tímarit, meðal annars Séð og Heyrt, Nýtt líf, Bleikt og blátt, Júlíu og tímaritið Sagan öll. Og enn í dag er Birtíngur eigandi allra þessara vörumerkja.

„Birtíngur hefur alla tíð lagt áherslu á að gefa út vönduð tímarit, hjá okkur starfar góður hópur blaðamanna, ljósmyndara og umbrotsmanna, sem hafa það markmið að færa lesendum okkar vönduð tímarit, sem má lesa aftur og aftur. Tímarit okkar hafa jafnvel farið á milli kynslóða, margir halda upp á sína árganga og fletta og lesa í blöðunum aftur og aftur,“ segir Sigríður Dagný.

„Margir sakna Séð og Heyrt svo dæmi sé tekið og nú geta lesendur flett öllum tölublöðum ársins 2016 sem er síðasta árið sem tímaritið kom út. Innan tíðar munu fleiri árgangar þess vera á vefnum. Birtíngur á mikið magn af tímaritum og efni frá mörgum árum og við höfum sett okkur það markmið að koma tímaritunum okkar á stafrænt form á birtingur.is,“ segir Sigríður Dagný og bætir við að fleiri nýjunga sé að vænta hjá fyrirtækinu áður en árinu lýkur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega