fbpx
Miðvikudagur 20.október 2021
Eyjan

Sum sveitarfélög varla sjálfbær vegna kostnaðar við þjónustu við fatlaða – Launakostnaður ein helsta ógnin við fjármálin

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. október 2021 10:00

Mynd/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjármálaráðstefna Sambands íslenskra sveitarfélaga hófst í gær. Í máli Sigurðar Á. Snævars, sviðstjóra hag- og upplýsingasviðs sambandsins, kom fram að árið í ár verður ekki skárra en síðasta ár hvað varðar fjármál sveitarfélaganna. Hann sagði að hratt vaxandi launakostnaður væri ein helsta ógnin hvað varðar fjármál sveitarfélaga. Hann sagði einnig að niðurstöður rannsóknar Analytica á fjárhagslegri sjálfbærni sveitarfélaga séu skýrar, sveitarfélög sem eru með mikil útgjöld vegna þjónustu við fatlaða séu varla fjárhagslega sjálfbær. Það þurfi aukið fjármagn frá ríkinu.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að Sigurður hafi sagt að vaxandi launakostnaður sé helsta ógnin við fjármála sveitarfélaga og ef horft væri á þróunina frá 2019 þar til á þessu ári sjáist að afkoman hafi versnað hratt hvort sem litið er til rekstrarafgangs sveitarfélaga eða veltufjár. „Launakostnaðurinn hefur einfaldlega étið upp allar útsvarstekjurnar og þróunin hefur verið í eina átt í töluverðan tíma. Ef breytingum lífeyrisskuldbindinga er svo bætt við þá skiluðu útsvarstekjur í fyrra engu upp í önnur útgjöld. Það er auðvitað mjög alvarlegt og er meginstefið í þróun fjármálanna í fyrra og hitteðfyrra og sýnist mér aldeilis líka í ár,“ sagði hann.

Aldís Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar sambandsins, ræddi launakostnað sveitarfélaganna í setningarræðu sinni. Hún sagði að mörg sveitarfélög standi vel en hjá sumum sé staðan slæm. „Á árinu 2021 benda líkur til að fjárhagsstaða sveitarfélaga versni frá fyrra ári, m.a. vegna aukinna launaútgjalda sem virðast vera langt umfram tekjuaukningu vegna útsvars,“ sagði hún.

Hún sagði að hið opinbera eigi ekki að vera leiðandi í launaþróun, almenni markaðurinn eigi að draga vagninn. Það séu takmörk fyrir hvað launakostnaður geti vaxið mikið án þess að stórslys verði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Gísli fer úr tækni yfir í brauðið

Gísli fer úr tækni yfir í brauðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Þetta er gamaldags leið til að stýra neyslu“ segir Breki

„Þetta er gamaldags leið til að stýra neyslu“ segir Breki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Allt logar útaf vistaskiptum Birgis – „Þetta hlýtur að vera einhvers konar Íslandsmet í svikum við kjósendur“

Allt logar útaf vistaskiptum Birgis – „Þetta hlýtur að vera einhvers konar Íslandsmet í svikum við kjósendur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur fussaði og sveiaði alla leiðina heim – „Svona er þetta þá gert“

Guðmundur fussaði og sveiaði alla leiðina heim – „Svona er þetta þá gert“