fbpx
Miðvikudagur 20.október 2021
Eyjan

Lenya Rún leggur fram kæru – Vill fá þingsætið sitt til baka

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 6. október 2021 17:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lenya Rún Taha Karim, frambjóðandi á 3. lista Pírata í Reykjavík norður, skilaði inn kæru til kjörbréfanefndar í dag. Ástæðan fyrir kærunni er hin umtalaða talning á atkvæðum í Norðvesturkjördæmi. Lenya fer fram á að ef ekki verði gerð uppkosning eða endurkosning þá muni fyrri talningin gilda en samkvæmt þeirri talningu var Lenya með sæti á Alþingi.

„Skilaði inn kæru til kjörbréfanefndar rétt áðan – ef að það verður ekki uppkosning eða endurkosning á landsvísu er lágmark að fyrri, óspilltari talningin gildi. Er þetta ekki annars það sem að allir svölu krakkarnir eru að gera?“ skrifar Lenya í færslu sem hún birti á Twitter-síðu sinni í dag.

Eftir að hafa birt færsluna sendi Lenya tilkynningu sem send var á fjölmiðla. Í tilkynningunni kemur meðal annars fram hvert innihald kærunnar er.

„Í kærunni segir að ágallar á endurtalningu atkvæða, sem raktir hafa verið í fjölmiðlum og formaður yfirkjörstjórnarinnar hefur gengist við, séu slíkir að ekki sé unnt að styðjast við endurtalninguna. Boðað var til endurtalningarinnar með ólöglegum hætti og endurtöldu kjörgögnin voru bersýnilega spillt vegna ófullnægjandi frágangs og meðferðar. Í kærunni er þess því krafist að stuðst verði við lokaniðurstöður talningar sem yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi tilkynnti að morgni sunnudagsins 26. september.

Með kærunni er lögð sú krafa á kjörbréfanefnd Alþingis að hún taki afstöðu til lögmætis endurtalningarinnar sjálfrar, fari svo að nefndin ákveði hvorki að ráðast í uppkosningu í kjördæminu eða endurkosningu á landsvísu. Fari svo sé aðeins einn raunhæfur og löglegur kostur í stöðunni: Að styðjast við fyrri talningu atkvæða sem kjörstjórn og eftirlitsmenn töldu löglega að morgni 26. september.“

Lenya er ekki fyrsti frambjóðandinn sem skilar inn kæru til nefndarinnar en til að mynda hafa þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík suður, og flokksbróðir Lenyu, Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, gert það líka.

Þá hefur Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, kært niðurstöðurnar til lögreglu en Karl missti sæti sitt við endurtalninguna líkt og Lenya.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Krónprins Dana kynnti sér umhverfisvæna orku á Hellisheiði

Krónprins Dana kynnti sér umhverfisvæna orku á Hellisheiði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Seðlabankastjóri varar við höfrungahlaupi á vinnumarkaðnum

Seðlabankastjóri varar við höfrungahlaupi á vinnumarkaðnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lenya Rún hjólar í þingmann Samfylkingarinnar: „Er það svona sem Jóhann Páll ætlar að byrja baráttu gegn spillingu og óheiðarleika á þingi?“

Lenya Rún hjólar í þingmann Samfylkingarinnar: „Er það svona sem Jóhann Páll ætlar að byrja baráttu gegn spillingu og óheiðarleika á þingi?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gísli fer úr tækni yfir í brauðið

Gísli fer úr tækni yfir í brauðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hversu vel þekkir þú fólkið með völdin í borginni ? – Taktu stóra borgarfulltrúaprófið til að komast að því

Hversu vel þekkir þú fólkið með völdin í borginni ? – Taktu stóra borgarfulltrúaprófið til að komast að því
Eyjan
Fyrir 1 viku

Allt logar útaf vistaskiptum Birgis – „Þetta hlýtur að vera einhvers konar Íslandsmet í svikum við kjósendur“

Allt logar útaf vistaskiptum Birgis – „Þetta hlýtur að vera einhvers konar Íslandsmet í svikum við kjósendur“