fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Logi um bergmálshellinn á Twitter og úrslit kosninganna – „Það hlýtur að vera pínu skellur“

Eyjan
Sunnudaginn 3. október 2021 18:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Bergmann Eiðsson, fjölmiðlamaður með meiru, segir að íslenska Twitter sé bergmálshellir og þó miðillinn sé til margs nýtanlegur þá sé hann ekki áreiðanlegur mælikvarði á stjórnmálaskoðanir meirihluta þjóðarinnar. Hann vekur máls á þessu í vikulegum pistli sínum í Sunnudagsmogganum.

Logi segist sjálfur hafa notað Twitter í 10 ár. Sérstaða miðilsins sé fólgin í því að aðeins sé hægt að gera þar færslur eða „tíst“ með ákveðið mörgum stafabilum. Áður voru það aðeins 140 stafabil en eru í dag 280. Til að setja það í samhengi þá er þessi málsgrein 292 stafabil með punktinum.

Logi segir að Twitter hafi sannað sig sem frábær vettvangur til að knýja fram breytingar í samfélaginu.

„Þannig var Twitter fullkominn farvegur fyrir grænu byltinguna í Írak árið 2009 og egypska vorið tveimur árum síðar. Líka Metoo-bylgjuna og BLM (Black Lives Matter) og margar fleiri. Twitter er öllum opinn og þar er hægt að tengja umræðu saman með svokölluðum myllumerkjum sem líta svona út #“

Logi segist vera að benda á ofangreint vegna þess að svo virðist sem þorri fólk noti ekki Twitter.

„Það var nefnilega svo merkilegt að samkvæmt hinum íslenska Twitter var ríkisstjórnin kolfallin. Sósíalistar voru að sópa inn þingmönnum, nýja stjórnarskráin var bara rétt handan við hornið og fólk taldi dagana þar til Kristrún Frostadóttir tæki við sem fjármálaráðherra.

Samkvæmt Twitter var mikil vinstri sveifla á Íslandi og ég held að aldrei nokkurn tímann hafi ég séð einhvern Íslending segja frá því á þessum stað að hann ætlaði að kjósa Framsóknarflokkinn og klárlega aldrei Miðflokkinn. Og ég man varla eftir því að nokkur hafi nefnt Flokk fólksins.“

Logi segir jafnframt að honum hafi sýnst svo að hjá stórum hópi tístara hafi varla mátt minnast á Sjálfstæðisflokkinn nema bara til að taka fram að hann kysu aðeins „siðblindir og ógeðslegir kallar í Garðabæ sem hugsuðu ekki um neitt nema græða pening.“

Svo var gengið til kosninga og þá kom á daginn að Twitter-spáin um blússandi vinstrisveiflu var kolröng.

„Og svo bara gerist það að hann er enn langstærsti stjórnmálaflokkurinn, Framsóknarflokkurinn er sá sem bætir mestu við sig og Flokkur fólksins þrefaldar þingmannafjöldann. Og ekki annað að sjá en að flestum sé bara algjörlega sama um þessa nýju stjórnarskrá.“

Telur Logi líklegt að tvennt útskýri þetta. Í fyrsta lagi sé það kynslóðabil, en eldra fólk sé ekki líklegt til að nota Twitter mikið. Hins vegar sé það staðreyndin að Twitter sé bergmálshellir.

„Þar sem fólk með sömu eða svipuð viðhorf safnast saman og eina hljóðið sem heyrist er bergmálið af því sem það var að segja. Þetta orð hefur oftast verið notað um Facebook og sérstaklega í tengslum við umræðu um Trump, orkupakka og bólusetningar. Þar hefur fólk hópað sig saman og séð fyrir sér styrk í fjöldanum sem hefur alls ekki verið fjöldi heldur bara fólk að segja það sama aftur og aftur.“

Logi bendir á að þetta hafi reyndar lengi verið vitað, en engu að síður hljóti það að vera skellur fyrir íslenska tístara að uppgötva að það bergmáli í helli þeirra.

„Þetta höfum við vitað lengi. En það hlýtur að vera pínu skellur að átta þig á því að fíni hellirinn sem þú ert að skríða út úr er bara fullur af bergmáli.“

Í þessu samhengi er áhugavertað benda á að rannsóknir á samfélagsmiðlanotun Íslendinga undanfarin ár hafa bent til þess að rúmlega 90 prósent Íslendinga noti Facebook reglulega á meðan tæplega 20% nota Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki