fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Björn um kosningamálið: „Kvart­an­ir og um­vand­an­ir eiga nú greiða leið í fjöl­miðla“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 2. október 2021 13:00

Mynd Hanna DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kvart­an­ir og um­vand­an­ir eiga nú greiða leið í fjöl­miðla og þar birt­ist reiði ein­stakra fram­bjóðenda yfir eig­in ör­lög­um. Áður báru þeir harm sinn yf­ir­leitt í hljóði. Nú er leitað til lög­reglu eða þess kraf­ist að stuðst sé við taln­ingu sem reynd­ist röng eða kosn­ing­in sé end­ur­tek­in! Hvergi er vikið að nokkru sak­næmu eða svindli við fram­kvæmd kosn­ing­anna,“ segir Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, í grein í Morgunblaðinu í dag.

Helsta fréttamál vikunnar hefur verið framkvæmd talningar atkvæða í Norðvesturkjördæmi eftir alþingiskosningarnar. Villa kom upp í fyrstu talningu og var þá talið aftur. Sú talning hefur verið dregin í efa þar sem ekki þykir hafið yfir allan vafa að ekki hafi verið átt við atkvæði. Hefur til dæmis verið gagnrýnt harðlega að atkvæði hafi ekki verið innsigluð og þau ekki geymd í læstum vistarverum. Við endurtalningu misstu fimm þingmenn sæti sitt og aðrir fimm komust inn á þing. Þessar breytingar voru þó allar innan flokka og hafa ekki áhrif á niðurstöður kosninganna í heild. Tveir frambjóðendur hafa kært framkvæmdina, einn vill að kosið verði aftur og annar að niðurstöður fyrri talningar gildi.

Birni þykir málið uppblásið og segir í upphafi greinar sinnar:

„Næsta grát­bros­legt er að mál­svar­ar „nýju stjórn­ar­skrár­inn­ar“ full­yrði að reikni­villa við sam­lagn­ingu at­kvæða í NV-kjör­dæmi sanni að setja þurfi lýðveld­inu nýja stjórn­ar­skrá. Mál­flutn­ing­ur­inn er lík­lega síðasta and­varpið til stuðnings „nýju stjórn­ar­skránni“. Flokk­un­um sem vilja hana, Sam­fylk­ingu og Pír­öt­um, var hafnað í þing­kosn­ing­un­um fyr­ir réttri viku.“

„Nú er gert tor­tryggi­legt að alþing­is­menn eigi sjálf­ir síðasta orðið um hvort kjör­bréf séu gild,“ segir Björn ennfremur. Margir hafa lýst áhyggjum af þeirri stöðu að Alþingi sjálft úrskurði um hvort kjörbréf séu gild þar sem þingmenn kunni þá að vera að taka afstöðu í máli sem varðar hagsmuni þeirra sjálfra. Björn gefur lítið fyrir þetta og bendir á að það sé ein af „grundvallarrreglum í stjórn­mál­um lýðræðis­ríkja að þing­menn taki ákv­arðanir um hvaða hags­muni eigi að taka fram yfir aðra. Séu þeir tengd­ir þeim með mjög per­sónu­leg­um hætti sé þeim auðvitað í sjálfs­vald sett af siðræn­um ástæðum að segja sig frá máli. Það sé þeirra ákvörðun og á þeirra ábyrgð.“

Björn segir þessa framkvæmd byggja á skýru ákvæði í stjórnarskránni sem engin ástæða sé til að víkja til hliða. Engin óvissa ríki um úrslit kosninganna:

„Það rík­ir ekki nein óvissa um úr­slit kosn­ing­anna. Þegar alþingi kem­ur sam­an verður út­gáfa kjör­bréfa til 63 ein­stak­linga staðfest. Það er verk­efni þing­manna að ljúka þessu máli.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Í gær

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun