fbpx
Föstudagur 26.nóvember 2021
Eyjan

Tommi á Búllunni hylltur fyrir ummæli um kynjaskiptingu – „Ég elska Tomma“ – „Unexpected woke dagsins“

Eyjan
Mánudaginn 18. október 2021 19:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Tómasson, stofnandi Hamborgarabúllu Tómasar og nýkjörinn þingmaður Flokk Fólksins, sló heldur betur í geng meðal netverja í dag þegar hann benti á að endurskoða þurfi hugmyndafræði um jafna kynjaskiptingu í stjórnum fyrirtækja.  Fyrir vikið hefur hann verið hylltur fyrir að tala máli kynsegin samfélagsins á Íslandi sem gjarnan gleymist í umræðunni.

Tommi skrifaði á Twitter:

„Nú er mikið talað um jafna kynjaskiptingu í stjórnum, bæði hlutafélaga sem skal vera 40-60 og í stjórnum fyrirtækja. Mín reynsla er góð af konum í æðstu stöðum minna fyrirtækja. En nú er kynjum farið að fjölga og þá verður að endurskoða hugmyndafræðina. Ég er ekki að grínast.“ 

Færsla hans er komin með hátt í fimm hundruð hjörtu eða „læk“ og hafa þó nokkrir deild tístinu og hrósað þingmanninum fyrir að taka þessa umræðu.

„Hvernig er það, er þetta fyrsti þingmaðurinn sem minnist á þessa pælingu? Þetta er verulega góður og mikilvægur punktur,“ skrifar Tinna Haraldsdóttir, femínisti og aktívisti.

„Óvænt kynsegin ally dagsins,“ skrifar Reyn Alpha Magnúsar, sem er kynsegin.

Andie Sophia Fontaine, fréttastjóri Reykjavík Grapevine og kynsegin trans kona, segir að Tommi sé þarna með mjög góðan punkt.

„Í alvöru, sem kynsegin manneskja líður mér oft gleymt í umræðunni um að jafna kynjahlutföll, hvort sem varðar Alþingi eða einkafyrirtæki. Það er nánast einungis talað um 50/50, fólk talandi um „hin kynin“ og svo framvegis. Við kynsegin fólk erum samt til og þetta er góð áminning. 

Meira að segja er maðurinn 72 ára. Gaur á hans aldri getur lært að viðurkenna að kynsegin fólk sé til og virða það. Vil ekki lengur heyra að eitthvert sé „of gamalt“ til að læra meira um samfélagið sem viðkomandi búa í.“ 

Enn aðrir hafa lýst yfir velþóknun á tísti Tomma:

„Aldrei bjóst ég við að deila frá þingmanni xF – en hér erum við. Eini sanni Burger King!“

„Ég elska Tomma“ 

„Enn eitt merkið um að Flokkur fólksins sendu sinn besta mann á Twitter“ 

unexpected woke dagsins. Sterkara en kaffibolli“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur er kominn í sóttkví – „Ekki fundið fyrir einkennum og kennir sér einskis meins“

Guðlaugur er kominn í sóttkví – „Ekki fundið fyrir einkennum og kennir sér einskis meins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir óhjákvæmilegt að gera bólusetningu gegn kórónuveirunni að skyldu í Þýskalandi

Segir óhjákvæmilegt að gera bólusetningu gegn kórónuveirunni að skyldu í Þýskalandi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Albanía gæti orðið endastöð förufólks sem fer yfir Ermarsund

Albanía gæti orðið endastöð förufólks sem fer yfir Ermarsund
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sauð upp úr í Silfrinu: Umræða um spítalann setti allt á hliðina – „Þegar það leggst inn fjöldi sem samsvarar þingflokki Sjálfstæðisflokksins verða takmarkanir út um allt í samfélaginu“

Sauð upp úr í Silfrinu: Umræða um spítalann setti allt á hliðina – „Þegar það leggst inn fjöldi sem samsvarar þingflokki Sjálfstæðisflokksins verða takmarkanir út um allt í samfélaginu“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þetta kaupir hið opinbera af áskriftum prentmiðla – Mogginn fær langmest en Stundin lítið sem ekkert

Þetta kaupir hið opinbera af áskriftum prentmiðla – Mogginn fær langmest en Stundin lítið sem ekkert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hulda ráðin til dk hugbúnaðar

Hulda ráðin til dk hugbúnaðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Ingi sakar Tómas um karlrembu og læknahroka – „Fengu á sig hrútskýringu til baka frá yfirlækninum“

Björn Ingi sakar Tómas um karlrembu og læknahroka – „Fengu á sig hrútskýringu til baka frá yfirlækninum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrjú rótgróin iðnfyrirtæki sameinast – Áætluð velta verður um 4 milljarða fyrir 2023.

Þrjú rótgróin iðnfyrirtæki sameinast – Áætluð velta verður um 4 milljarða fyrir 2023.
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halldóra Sveinsdóttir nýr 3. varaforseti ASÍ

Halldóra Sveinsdóttir nýr 3. varaforseti ASÍ