fbpx
Sunnudagur 25.júlí 2021
Eyjan

Þetta hafði Guðni að segja um óeirðirnar í Bandaríkjunum – „Við þurfum að vinna á móti þessum öfgum“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 7. janúar 2021 19:30

Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessi tíðindi vekja auðvitað mikla undrun, vægast sagt. Manni finnst ótrúlegt að í landi hinnar miklu öryggisgæslu, á hæð sem á að vera betur varin en flestir aðrir blettir á jarðarkringlunni geti fólk ruðst inn án þess að lögreglumenn og aðrir bregðist við, eins og maður skyldi ætla þegar svona nokkuð gerist.“

Þetta sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, þegar hann var spurður út í atburði gærkvöldsins í bandaríkjunum í viðtali við RÚV. Hann sagði að engin hafi séð þetta fyrir og það sé mikilvægt að líta ekki á pólitíska andstæðinga sem óvini, annars geti svona gerst aftur.

„Enginn sá þetta fyrir, það er alveg morgunljóst, og vekur þetta upp margar spurningar. Við verðum auðvitað að halda í það að fólk geti mótmælt, en þarna var farið yfir öll mörk sem eðlileg geta talist í þeim efnum. Við verðum líka að virða þau grunngildi að fólk greini á og sé innilega ósammála, en ef að það er kynnt undir það að allt fólk sem er á öndverðum meiði sé óvinur þinn, þá erum við í vanda stödd.

Við sem samfélag, við hér á Íslandi og alþjóðasamfélagið, þurfum að takast á við þá tilhneigingu sem gætt hefur undanfarin ár að gera mótherja að óvinum sem eigi ekkert gott skilið. Við þurfum að vinna á móti þessum öfgum, og atburðir gærdagsins gefa til kynna hvað getur grest aftur ef við bregðumst ekki við.“

Forsetinn sagði að um væri að ræða árás á lýðræðið og þegar hann var spurður út í viðbrögð Donald Trump, Bandaríkjaforseta, sagði hann:

„Orðum í embætti fylgir ábyrgð og orðum í æðstu embættum hlýtur að fylgja aukin ábyrgð.“

Þessi orð Guðna er auðveldlega hægt að túlka á þann veg að honum finnist Trump bera ábyrgð á óeirðunum í gær. Á móti sagði hann að verðandi forseti, Joe Biden, hafi mælt af visku, speki og hvatt til stillingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Myndin af slagsmálunum vekur úlfúð: Maðurinn sagður „skúrkalegur“ fyrir að bregðast ekki við – „Erum við í alvöru að fagna þessu afskiptaleysi?“

Myndin af slagsmálunum vekur úlfúð: Maðurinn sagður „skúrkalegur“ fyrir að bregðast ekki við – „Erum við í alvöru að fagna þessu afskiptaleysi?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hannes segir hnattræna hlýnun bjarga mannslífum: „Það deyja miklu fleiri úr kulda en hita á hverju ári“

Hannes segir hnattræna hlýnun bjarga mannslífum: „Það deyja miklu fleiri úr kulda en hita á hverju ári“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Skiptar skoðanir um hertar aðgerðir á landamærum – „Í hvaða sirkus er ég eiginlega staddur?“ – „Róum okkur aðeins, við erum bara að gera eins og margir aðrir“

Skiptar skoðanir um hertar aðgerðir á landamærum – „Í hvaða sirkus er ég eiginlega staddur?“ – „Róum okkur aðeins, við erum bara að gera eins og margir aðrir“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Biggi lögga og Hafnfirðingar berjast gegn undirförlum áætlunum Reykjavíkurborgar – „Þetta hlýtur að hafa verið einhver fljótfærni hjá þeim“

Biggi lögga og Hafnfirðingar berjast gegn undirförlum áætlunum Reykjavíkurborgar – „Þetta hlýtur að hafa verið einhver fljótfærni hjá þeim“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tekist á um strandveiðar – Úrelt rómantík eða ábatasamur atvinnuvegur?

Tekist á um strandveiðar – Úrelt rómantík eða ábatasamur atvinnuvegur?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fréttastjóri Fréttablaðsins hraunar yfir strandveiðar – „Fær við­skipt­a­vin­ur trill­u­karls­ins orm­ét­inn þorsk­titt“

Fréttastjóri Fréttablaðsins hraunar yfir strandveiðar – „Fær við­skipt­a­vin­ur trill­u­karls­ins orm­ét­inn þorsk­titt“