fbpx
Miðvikudagur 16.júní 2021
Eyjan

Hart deilt um ritskoðun á Trump – Jakob efast um að margir hafi reiknað dæmið til enda

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 7. janúar 2021 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar umræður sköpuðust í nótt og í dag á Facebook-síðu Jakobs Bjarnars Grétarssonar, blaðamanns Vísis. Jakob deildi frétt sem greindi frá því að samfélagsmiðillinn Twitter hefði lokað aðgangi Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, og eytt nokkrum tístum frá honum. Þetta fannst Jakobi athyglisvert.

Líkt og flestir vita þá réðust stuðningsmenn Donalds Trump inn í bandaríska þinghúsið í gærkvöld. Nokkrir létust í átökum tengdum þessum og hafa einhverjir haldið því fram að um sé að ræða „einn myrkasta dag í sögu Bandaríkjanna“. Ekki þóttu viðbrögð Donald Trump við óeirðunum eðlileg, sem varð til þess að Twitter lokaði reikningi hans tímabundið.

UPPFÆRT – Nú hefur einnig verið greint frá því að Facebook hafi lokað á reikning Trump.

„Verulega skerí shit“

Jakob virðist ekki ánægður með að reikningi Trump hafi verið lokað. Hann segir það vera „verulega skerí shiti“ ef miðill sem segist vera hlutlaus skipti sér af ummælum fólks á þennan hátt. Jakob grunar að margir hafi ekki reiknað dæmið til enda.

„Bara verulega skerí shit ef þessi veita sem gefur sig út fyrir að vera nutral ætlar að fara að skipta sér að tjáningu. Eru þeir sem þarna stýra þar með að segja að þeir beri ábyrgð á öllu því sem þarna er sagt? Og hvar endar það? Ég efast um að þeir sem fagna þessu hafi reiknað dæmið til enda.“

Atli Fannar Bjarkason, samfélagsmiðlasérfræðingur hjá RÚV, svaraði Jakobi. Hann benti á að þeir sem skrá sig inn á Twitter samþykki ákveðna skilmála sem Trump hafi brotið gegn:

„En þegar maður skráir sig t.d. á Twitter samþykkir maður ákveðna skilmála. Hann er sagður hafa brotið þessa skilmála. Eiga þessir miðlar ekki að hafa neinar reglur um það sem notendur birta? Það eru til samfélagsmiðlar sem eru algjörlega lausir við reglur en ég er viss um að hvorki ég né þú viljum skrá okkur þar.“

Atli bætti við að hegðun Trump á Twitter undanfarna mánuði hefði bitnað á mörgum. Hann sagði að lengi hefðu samfélagsmiðlar haft skilmála sem þessa og í raun væri málið alls ekki ólíkt því þegar ummælum sé eytt af fjölmiðlum eins og Vísir.is:

„Trump er búinn að blása viðstöðulaust í hundaflautuna á Twitter síðustu mánuði og það hefur bitnað á allskonar fólki, allt frá þeim sem störfuðu við talningu í kosningunum til embættisfólks „barátturíkjanna“ og síðast varaforseta Bandaríkjanna. Þau sem ruddust inn í þinghúsið í gær voru að meðal annars að leita að Pence, sem Trump henti undir rútuna á Twitter. Og ekki láta eins og þetta sé eitthvað nýtt, Jakob. Samfélagsmiðlar hafa alltaf haft skilmála og eytt efni/notendum sem brjóta þá. Sama prinsipp og þegar Vísir hendir út kommentum sem vefurinn kærir sig ekki um að dreifa.“

„Sérkennilegt að samskiptamiðlastjóri RÚV fagni þessum prinsippum“

Þá hélt Jakob því fram að ekkert sem hefði birst á reikningi Trump brýti gegn hegningarlögum og því væru það starfsmenn Twitter sem ákvæðu hvað mætti og hvað mætti ekki. Þá sagði Jakob það einkennilegt að Atli, sem samfélagsmiðlasérfræðingur RÚV, væri að „fagna“ reglum sem þessum.

„Ekkert í því sem birst hefur á reikningi Trumps nálgast það að brjóta í bága við hegningarlög. Það eru sem sagt áhrif orða hans sem Twitter-menn vega og meta og ákveða á altari þess að eyða og eða loka þessum reikningi. Og hvar á að draga þá línu í sandinn? Mér finnst athyglisvert að samskiptamiðlastjóri RÚV skuli fagna svo sérkennilegum prinsippum.“

Því svaraði Atli með lítilli samlíkingu, en hann segir Twitter setja sér reglur líkt og félagsheimili:

„Hegningarlög? Miðillinn setur sér bara reglur. Alveg eins og félagsheimili setur sér reglur um hegðun fólks sem leigir salinn.“

„Næst koma drónasveitir Goggle, Facebook og Twitter“

Fleiri blönduðu sér í þessar umræður, þar á meðal Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, sem sagði sérstakt að fólk væri að fagna þessari ritskoðun Twitter. Hann sagði einkennilegt að fólk treysti frekar á ritskoðun auðvaldsins frekar en ríkisvaldsins.

„Magnað hversu margir fagna því að þessi risafyrirtæki innleiði ritskoðun og ákveði sjálf hver fær að birta og hver ekki. Flest lönd eru með ákvæði í stjórnarskrá að ríkisvaldið megi ekki beita valdi sínu með þessum hætti, en svo fagnar fólk því þegar auðvaldið gerir það. Þetta bendir til að fólk telji lögmæti auðvaldsins sterkara og tryggara en lögmæti lýðræðisvettvangsins sem stýrir ríkisvaldinu. Líklega er tímabil lýðræðisins í okkar heimshluta nú þegar liðið. Fólk er sjálfviljugt að ganga inn í alræði auðvaldsins. Hin svokallaða frjálslynda miðja gengur fremst, syngjandi glöð. Næst kemur goggle, facebook og twitter sér upp drónasveitum SA sem heimsækja ykkur og berja ef þið haldið ekki kjafti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Pavard rotaðist í gær
Eyjan
Fyrir 6 dögum

AstraZeneca skortur á Íslandi – Heilbrigðisráðuneytið kannaði „óformlega“ að fá danska aukaskammta

AstraZeneca skortur á Íslandi – Heilbrigðisráðuneytið kannaði „óformlega“ að fá danska aukaskammta
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hæstaréttarlögmaður kallar Samylkinguna öfgafullan smáflokk – „Eitt af mörgu vondu sem ein­kenn­ir þessi nýju guðlausu trú­ar­brögð“

Hæstaréttarlögmaður kallar Samylkinguna öfgafullan smáflokk – „Eitt af mörgu vondu sem ein­kenn­ir þessi nýju guðlausu trú­ar­brögð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Spáir olíuskorti

Spáir olíuskorti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ágúst Ólafur: „Hugsið ykkur sorg þessa barns“

Ágúst Ólafur: „Hugsið ykkur sorg þessa barns“