fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Dökkt útlit ef ekki tekst að hraða komu bóluefnis

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 6. janúar 2021 06:39

Mynd: Stjórnarráð

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Aðgengi að bóluefni og bólusetning þjóðarinnar er stærsta og mikilvægasta verkefni stjórnvalda í upphafi kosningaárs. Efnahagsleg velferð er í húfi og þar með geta okkar til að standa undir góðum lífskjörum og öflugu velferðarsamfélagi til framtíðar,“ segir Óli Björn Kárason, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, í grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann fer yfir efnahagshorfur í upphafi árs.

Í grein sinni segir Óli Björn ennfremur að samfélagið hafi ekki endalaust úthald til að verja fyrirtæki, heimili og velferðarkerfið með þeim hætti sem gert hefur verið síðustu mánuði. Miðað við útgjöld ríkissjóðs undanfarið kosti hver dagur með lömuðu efnahagslífi og baráttu við kórónuveiruna einn milljarð. Efnahagslífið velti á því að hjarðónæmi verði náð með bólusetningu hið fyrsta.

Aðeins rúmlega 8 prósent bólusett fyrir vorið

 Í frétt Morgunblaðsins kemur hins vegar fram að miðað þær upplýsingar um afhendingaráætlun bóluefnis sem fyrir liggur verði aðeins búið að bólusetja 8,1% þjóðarinnar í lok fyrsta ársfjórðungs. Heilbrigðisráðuneytið vonast til að afhending bóluefnis verði örari er á líður en treystir sér ekki til að greina frá frekari afhendingu.

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að dregið hafi úr bjartsýni á að ferðaþjónustan rétti út kútnum fyrir næsta sumar vegna útbreiðslu kórónuveirunnar á lykilmörkuðum og hægagangs í bólusetningu hér á landi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG