fbpx
Föstudagur 22.janúar 2021
Eyjan

Ársreikningar fyrirtækja nú opnir og ókeypis hjá Skattinum

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 5. janúar 2021 07:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breyting á lögum um ársreikninga tók gildi um áramótin og eru nú ársreikningar og önnur skilaskyld gögn úr fyrirtækjaskrá fáanleg án endurgjalds. Eru nú ársreikningar og önnur gögn sjáanleg á sérstöku vefsvæði Skattsins, en heimild er til þess að innheimta gjald fyrir annars konar afhendingu gagna, til dæmis útprentuð.

Fram til þessa hafði Skatturinn innheimt gjald fyrir hverja uppflettingu og var gjaldið reiknað á hverja blaðsíðu, óháð því hvort gögnin væru afhent rafrænt eða útprentuð.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðarráðherra fagnaði breytingunni á Facebook í gærkvöldi og sagði að aðgengi almennings að opnum upplýsingum væri aukið með henni. „Eðlilegt er – og löngu tímabært – að almenningur hafi greiðan aðgang að slíkum upplýsingum. Geiðari aðgangu að ársreikningum er til þess fallinn að auka aðhald með rekstri félaga, stuðla að upplýstri umræðu og efla þannig traust almennings,“ skrifar Þórdís.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur segir það sem hann óttaðist vera staðfest – „Er Ísland búið að gera slíkar skuldbindingar?“

Sigmundur segir það sem hann óttaðist vera staðfest – „Er Ísland búið að gera slíkar skuldbindingar?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Óttast að Samfylkingin fremji ódæðisverk – „Dæmd vanhæf og brottrekin með þeim rökum“

Óttast að Samfylkingin fremji ódæðisverk – „Dæmd vanhæf og brottrekin með þeim rökum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ármann fer fögrum orðum um umdeildar áætlanir Kópavogs – Íbúar mótmæla áformunum

Ármann fer fögrum orðum um umdeildar áætlanir Kópavogs – Íbúar mótmæla áformunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn segir þetta vera mestu hættuna í kjölfar óeirðanna

Þorsteinn segir þetta vera mestu hættuna í kjölfar óeirðanna