fbpx
Föstudagur 14.maí 2021
EyjanFastir pennar

Íslandsbanki til almennings

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 31. janúar 2021 18:30

Íslandsbanki varð til við samruna fjögurra banka árið 1990. MYND/HARI

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland var lungann úr síðustu öld þróað ríki með vanþróaða fjármálastarfsemi. Reglur um virka eigendur í bönkum orðnar mjög strangar. Mikill áhugi á hlutabréfakaupum.

Hinn 13. júní á næsta ári verður „fagnað“ aldarafmæli íslensku krónunnar, en þennan dag 1922 var tekin upp sérstök skráning á gengi íslenskrar krónu. Þetta var nauðvörn stjórnvalda þess tíma vegna djúprar gjaldeyriskreppu. Umræddur dagur markar upphaf nærri aldarlangs erfiðleikaskeiðs einnar smæstu myntar í heimi. Fyrir veraldarvönum og vel menntuðum ráðamönnum hins nýfrjálsa ríkis hafði aldrei vakað annað en að viðhalda jafngengi við skandinavísku krónuna, enda skildu þeir vel mikilvægi þess að landsmenn byggju við alþjóðlegan gjaldmiðil eins og sjá má af þingræðum þess tíma.

Vanþróuð bankastarfsemi

Helsti banki landsmanna í byrjun tuttugustu aldar var Íslandsbanki hf. sem hafði með erlendu hlutafé stuðlað að byltingu á íslenskum atvinnuháttum. Afleit stjórn peningamála á þriðja áratugnum varð til þess að Íslandsbanki biðlaði til ríkisvaldsins um aðstoð þegar komið var fram á árið 1930. Alþingi hafnaði beiðni bankans um ríkisábyrgð og var afráðið að þjóðnýta hann þess í stað. Kreppan sem fylgdi í kjölfar endaloka Íslandsbanka leiddi til gjaldeyrishafta sem vörðu með einum eða öðrum hætti í 62 ár.

Stöðnun ríkti í bankaþjónustu hérlendis, Ísland varð „þróað ríki en með vanþróaða fjármálastarfsemi“ eins og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur orðað það. Hér var bankakerfið að stærstum hluta í höndum ríkisvaldsins. Stjórnmálaflokkarnir skiptu bróðurlega með sér bankastjórastólum og sætum í bankaráðum. Lánveitingar urðu háðar pólitískum geðþótta en ekki markaðsforsendum.

Komið var á skilaskyldu gjaldeyris í byrjun fjórða áratugarins og þess var ekki langt að bíða að sett yrðu á víðtæk innflutningshöft. Haftamúr var reistur um íslenskt efnahagslíf með gegndarlausri sóun verðmæta og spillingu. Höftin voru að miklu leyti afnumin um 1960 en ekki að fullu fyrr en komið var fram á tíunda áratug síðustu aldar. Ísland var lungann úr síðustu öld þróað ríki með vanþróaða fjármálastarfsemi. Reglur um virka eigendur í bönkum orðnar mjög strangar. Mikill áhugi á hlutabréfakaupum.

Banki í fararbroddi

Breytingar í átt til aukins frjálsræðis á fjármálamarkaði áttu sér stað á löngum tíma. Einn mikilsverður áfangi í nútímavæðingu fjármálakerfisins var stofnun Íslandsbanka hf. árið 1990 – annars bankans sem fékk þetta nafn – en hinn nýi Íslandsbanki átti rætur í þeim gamla. Hann var vel rekið fyrirtæki og í fararbroddi einkarekinna fjármálafyrirtækja allan tíunda áratuginn og fram á fyrstu ár nýrrar aldar. Eignarhald hans var mjög dreift, en ýmis miðlungsstór og minni fyrirtæki voru meðal hluthafa. Þar var í mörgum tilfellum um að ræða fyrirtæki í iðnaði og verslun sem átt höfðu hlutabréf í Verslunarbanka Íslands og Iðnaðarbankanum, forverum Íslandsbanka, en bankinn hafði orðið til við samruna þeirra tveggja við Alþýðubankann og Útvegsbankann. Þá voru lífeyrissjóðir stórir hluthafar í bankanum og fóru samtals með um 20% hlut.

Á nýrri öld komust allir viðskiptabankarnir undir yfirráð kjölfestufjárfesta sem jafnframt voru umsvifamiklir á öðrum sviðum atvinnulífsins og farið var offari við rekstur þeirra með afleiðingum sem allir þekkja.

Breyttar aðstæður

Nú er þriðji Íslandsbankinn til umræðu vegna áforma ríkisstjórnar um sölu að minnsta kosti fjórðungshlutar í honum. Talsvert mikið hefur verið karpað um tímasetningu sölu bankans nú, en minna verið rætt um eignarhald ríkisins á bönkum almennt. Íslenska ríkið á tvo þriðju hluta bankakerfisins en alls staðar á Vesturlöndum er minnihluti bankakerfa í ríkiseigu, enda fjármálastarfsemi talin mun betur komin í höndum sparisjóða og einkarekinna banka.

Þá eru aðstæður líka gerbreyttar frá því fyrir bankahrun og reglur um virka eigendur allt aðrar en áður var. Raunar er regluverkið orðið með þeim hætti að fjárfestar hafa að líkindum lítinn áhuga á að verða stórir eigendur banka, þar sem slíkt getur hamlað öðrum viðskiptum þeirra. Þannig er girt fyrir að það ástand sem varð hér í aðdraganda bankahrunsins geti endurtekið sig. Við þetta má bæta að síðan þá hefur lögum um fjármálafyrirtæki verið breytt ríflega tuttugu sinnum, ýmsar nýjar Evróputilskipanir verið settar um málaflokkinn og þremur nýjum, evrópskum fjármálaeftirlitsstofnunum komið á fót.

Lærdómur sögunnar

Með sölu á Íslandsbanka fengju almenningur, lífeyrissjóðir og aðrir fagfjárfestar fleiri kosti á hlutabréfamarkaði. Ætla má að almenningur verði fús að eignast hluti í bankanum, enda skortir álitlega fjárfestingarkosti. Áhugi almennings á hlutabréfakaupum fer vaxandi um þessar mundir samanber hlutafjárútboð Icelandair á síðasta ári þegar níu þúsund manns keyptu hluti.

Um þessar mundir er aðeins einn banki á hlutabréfamarkaði og verð hlutabréfa hans með því hæsta sem það hefur verið frá því að hann var skráður á markað. Í því er fólgin vísbending um að nú sé heppilegur tími til bankasölu.

Það fjármagn sem ríkissjóður fengi fyrir söluna gæti nýst til að greiða niður þær gríðarmiklu skuldir sem hlaðist hafa upp vegna faraldursins og aðgerða ríkisins til aðstoðar fyrirtækjum í rekstrarvanda. En fjárlagahallinn er samt meiri en svo að sala á Íslandsbanka leysi hann. Hér þarf líka að koma til stíft aðhald í opinberum rekstri og sala fleiri ríkiseigna sem eru betur komnar í höndum borgaranna sjálfra og félaga þeirra heldur en ríkissjóðs. Það er einn af stóru lærdómum íslenskrar fjármálasögu síðastliðna öld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum
Íslandsbanki til almennings
Fastir pennarFókus
Fyrir 1 viku
Vondir embættismenn

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
09.04.2021
Farsóttarfangelsið
Fastir pennarFókus
01.04.2021

Tenerife verður Hveragerði verður Verahvergi

Tenerife verður Hveragerði verður Verahvergi
Fastir pennar
01.04.2021

Karlar sem pressa á konur til að stunda kynlíf

Karlar sem pressa á konur til að stunda kynlíf
Fastir pennar
19.03.2021

Stóra leyndarmál lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu

Stóra leyndarmál lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu
Fastir pennar
17.03.2021

Það er hjálp að fá!

Það er hjálp að fá!
Fastir pennarFókus
01.03.2021

Sjálfsvíg, eiturlyf, barnaklám og drukknun – Hvílir bölvun á Glee ?

Sjálfsvíg, eiturlyf, barnaklám og drukknun – Hvílir bölvun á Glee ?
EyjanFastir pennar
26.02.2021

Sagan um saklausa símtalið

Sagan um saklausa símtalið
EyjanFastir pennar
13.02.2021

Misbeiting valds – Málsvörn Jóns Ásgeirs vekur áleitnar spurningar

Misbeiting valds – Málsvörn Jóns Ásgeirs vekur áleitnar spurningar
Fastir pennarFókus
11.02.2021

Svala Björgvins: Tónlistin björgunarbátur í öldusjó

Svala Björgvins: Tónlistin björgunarbátur í öldusjó