Mánudagur 01.mars 2021
Eyjan

Bjarni segir frá afmælinu sínu og sýnir stórmerkilega mynd af sér

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 27. janúar 2021 15:16

Bjarni Benediktsson í Kastljósi. Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, varð 51 árs gamall í gær. Er hann hugðíst fagna þeim tímamótum að verða fimmtugur í fyrra skall á óveður svo hann varð að fresta afmælisfögnuðinum. Kórónuveirufaraldurinn gerir veisluhöld núna torveld en Bjarni átti engu að síður notalegan afmælisdag, eins og kemur fram í kveðju hans á Facebook í dag. Þar birtir hann líka áhugaverða mynd af sér, sem sjá má hér að neðan. Raunar falla Bjarni og hundurinn hans, Bó, saman í eitt á myndinni, sem er eftir listamanninn Sigurð Sævar Magnúsarson.

Bjarni skrifar:

„Við fjölskyldan fengum okkur heimaeldaðan mat og spiluðum borðspil fram eftir kvöldi. Það var skarð fyrir skildi að Bó gat ekki tekið þátt í fögnuðinum þar sem hann var örmagna og ólíkur sjálfum sér eftir að hafa fengið tík á lóðaríi í heimsókn rétt fyrir kvöldmat.

Á þessari mynd eftir Sigurð Sævar Magnúsarson, sem ég fékk í afmælisgjöf í fyrra, rennum við Bó saman í eitt.

Takk fyrir fallegu kveðjurnar“

Mynd: Facebook

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fyrir 3 dögum

Fjölmiðlafræðibekkurinn settur á hliðina – „Djöfulsins viðbjóður“

Fjölmiðlafræðibekkurinn settur á hliðina – „Djöfulsins viðbjóður“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir nikótínpúða ræna ungmenni heilsunni – „Álíka mikið nikótín og í þremur sígarettum“

Segir nikótínpúða ræna ungmenni heilsunni – „Álíka mikið nikótín og í þremur sígarettum“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Starfsfólk utanríkisþjónustunnar flutt yfir hálfan hnöttinn í bólusetningu

Starfsfólk utanríkisþjónustunnar flutt yfir hálfan hnöttinn í bólusetningu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Telur ríkisstjórnina þurfa að grípa til aðgerða strax – Annars gæti vanda­mál af áður óþekktri stærð blasað við

Telur ríkisstjórnina þurfa að grípa til aðgerða strax – Annars gæti vanda­mál af áður óþekktri stærð blasað við
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Þarflaus grimmd“- Sif sakar Bjarna um vitsmunalega leti – Sala Íslandsbanka „eins og að troða fóðri ofan í gæs“

„Þarflaus grimmd“- Sif sakar Bjarna um vitsmunalega leti – Sala Íslandsbanka „eins og að troða fóðri ofan í gæs“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn óttast um framtíð fjölmiðlunar á Íslandi – „Til­gang­ur þeirra er að banna umræður í stað þess að ræða mál“

Björn óttast um framtíð fjölmiðlunar á Íslandi – „Til­gang­ur þeirra er að banna umræður í stað þess að ræða mál“