Mánudagur 08.mars 2021
Eyjan

Gunnar segir að Kolbeinn sé kominn á flótta – „Flóttinn byrjaður“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 20. janúar 2021 12:00

Kolbeinn Óttarsson Proppé

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kolbeinn kominn á flótta“ heitir nýjasti pistillinn sem Gunnar Smári Egilsson, einn stofnenda Sósíalistaflokksins, skrifar en pistillinn birtist á Miðjunni í dag.

Í pistlinum talar Gunnar Smári um að Kolbeinn Óttarsson Proppé sé á flótta. „Flóttinn byrjaður. Samkvæmt könnunum myndi VG tapa 4-6 þingmönnum ef kosið væri í dag og fáir telja að flokkurinn hafi sóknarfæri í kosningabaráttunni, þurfandi að sækja fylgi til vinstri í skugga einkavinavæðingar og annarrar hægri einkenna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Kolbeinn var í öðru sæti í Reykjavík suður, á eftir Svandísi Svavarsdóttur,“ segir Gunnar.

„Hann metur það nú að fyrsta sæti í Suðurkjördæmi, þar sem Ari Trausti sat, sé öruggara, en Ari Trausti mun ekki fara í framboð aftur. Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, heiðabóndi, var í öðru sæti, en hefur ekki gefið upp opinberlega hvort hún sækist eftir sæti Ara Trausta.“

Gunnar segir að með því að meta fyrsta sætið í Suðurkjördæminu öruggara en annað sætið í Reykjavík suður megi ætla að fólk sé að reikna með litly fylgi VG eða um 8-10%. „Ef það fer neðar, í um 7%, verður fátt öruggt nema fyrstu sætin í Reykjavíkurkjördæmunum, í Kraganum og Norðaustri,“ segir hann.

„Það væri svo happadrætti uppbótarþingmanna sem réði því hvaðan einn eða tveir þingmenn enn kæmu. Ef fylgið fer enn neðar, 5-6%, verður varla önnur sæti viss en Reykjavík norður og Norðaustur og svo annað hvort Kraginn eða Reykjavík suður. Ef fylgið fer undir 5% er möguleiki á að Katrín Jakobsdóttir næði því að verða kjördæmakjörin í Reykjavík norður, annars myndi flokkurinn þurrkast út.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar sakar Jón Þór um óheiðarleika – „Slík framkoma er ekki boðleg að mínu viti“

Brynjar sakar Jón Þór um óheiðarleika – „Slík framkoma er ekki boðleg að mínu viti“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fylgi meirihlutans í borgarstjórn eykst – Sjálfstæðisflokkur tapar einum borgarfulltrúa

Fylgi meirihlutans í borgarstjórn eykst – Sjálfstæðisflokkur tapar einum borgarfulltrúa
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Bjarna segir réttarríkið trufla Eflingu í aðför að einkafyrirtækjum – Lýsir einræðistilburðum Sólveigar Önnu

Björn Bjarna segir réttarríkið trufla Eflingu í aðför að einkafyrirtækjum – Lýsir einræðistilburðum Sólveigar Önnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Þóris blæs von í brjóst þjóðarinnar og segir jákvæð teikn á lofti – „Guð láti gott á vita“

Jón Þóris blæs von í brjóst þjóðarinnar og segir jákvæð teikn á lofti – „Guð láti gott á vita“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólga hjá fjölmiðlum í Hafnarfirði og bæjarfulltrúi blandar sér í málið – „Ekki nota Olgu og hennar lífsviðurværi sem svipu!“

Ólga hjá fjölmiðlum í Hafnarfirði og bæjarfulltrúi blandar sér í málið – „Ekki nota Olgu og hennar lífsviðurværi sem svipu!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sagan um saklausa símtalið

Sagan um saklausa símtalið