Laugardagur 27.febrúar 2021
Eyjan

Halldór hjólar í Björn Leví – „Af hverju lætur þessi maður alltaf svona?

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 15. janúar 2021 14:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Getur þessi maður ekki varið tíma sínum og Alþingis í eitthvað sem skiptir þjóðina máli? Bara dellur eins og að fá yfirlit yfir óskráðar venjur og svo framvegis?“

Að þessu spyr verkfræðingurinn Halldór Jónsson í pistli sem hann birti á bloggsíðu sinni í dag. Maðurinn sem Halldór skrifar um er Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Halldór virðist ekki vera sáttur með orð Björns um þingsályktunartillöguna sem snýr að því að fleiri en tveir geti skráð sig í sambúð.

Björn, sem er fyrsti flutningsmaður tillögunnar, sagði að samfélagið væri búið að taka miklum breytingum á síðustu áratugum og að lögin þurfi að endurspegla það. Í hjúskaparlögum eru nú skilyrði um að hjúskapur sé á milli tveggja einstaklinga, óháð kyni. „Þá spyr maður sig sjálfkrafa, af hverju ekki þrír? Af hverju ekki fleiri? Af hverju mega fjórir ekki ættleiða barn til dæmis? Eða systkini sem kaupa saman íbúð? Af hverju mega þau ekki skrá sig í sambúð og fá þau réttindi sem fylgja því?“ spurði Björn.

„Nokkrir vinir mínir voru að leigja saman stóra íbúð fyrir nokkrum árum og vandamálið þar var að einn þeirra bar ábyrgð á leigusamningnum gagnvart hinum sem voru réttlausir. Það býr til alls konar vandamál varðandi húsaleigubætur og svoleiðis. Þannig að það eru núna fjöldatakmörk sem þurfa ekki að eiga við,“ sagði Björn enn fremur um málið.

Halldór er langt frá því að vera sáttur með Björn og veltir því fyrir sér hvar þetta endar. „Af hverju má Knattspyrnufélagið Valur til dæmis ekki ættleiða börn í þeim tilgangi að ala upp fótboltafólk framtíðar?“ spyr Halldór. „Hvar var þessi Björn Leví alinn upp og komu margir að því verki? Af hverju lætur þessi maður alltaf svona?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hart tekist á um breyttar sóttvarnaaðgerðir í Danmörku – Segir stjórnarandstöðuna ekki taka faraldurinn alvarlega

Hart tekist á um breyttar sóttvarnaaðgerðir í Danmörku – Segir stjórnarandstöðuna ekki taka faraldurinn alvarlega
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Áslaug hringdi í lögreglustjóra eftir að dagbók lögreglu kom upp um Bjarna

Áslaug hringdi í lögreglustjóra eftir að dagbók lögreglu kom upp um Bjarna
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Barist um oddvitasætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi

Barist um oddvitasætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Heiðrún og Daði tókust á – „Auðvitað dettur engum heilvita manni í hug að bjóða upp á það“

Heiðrún og Daði tókust á – „Auðvitað dettur engum heilvita manni í hug að bjóða upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Katrín bjartsýn – Segir stöðuna góða

Katrín bjartsýn – Segir stöðuna góða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Bjarna hafa lofað nægu fjármagni fyrir rannsókn Samherjaskjalanna -,,Hefur greinilega ekki staðið við þau orð“

Segir Bjarna hafa lofað nægu fjármagni fyrir rannsókn Samherjaskjalanna -,,Hefur greinilega ekki staðið við þau orð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jarðhræringar á Hengilssvæðinu gætu ógnað raforkuöryggi á höfuðborgarsvæðinu – Þjóðaröryggismál

Jarðhræringar á Hengilssvæðinu gætu ógnað raforkuöryggi á höfuðborgarsvæðinu – Þjóðaröryggismál
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir skort á íbúðarhúsnæði – Fólk fjárfestir í steypu

Segir skort á íbúðarhúsnæði – Fólk fjárfestir í steypu