fbpx
Þriðjudagur 13.apríl 2021
Eyjan

„Fjölkvænisfrumvarp“ Pírata vekur misjöfn viðbrögð – Margrét uggandi en Ingu Sæland skemmt

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 13. janúar 2021 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingsályktunartillaga sem Björn Leví, þingmaður Pírata, hefur lagt fram vekur mikla athygli. Þar er lagt til að hjúskaparlögum verði breytt með þeim hætti að hjúskapur einskorðist ekki lengur við tvo einstaklinga. Í tillögunni segir meðal annars:

„Alþingi ályktar að fela dómsmálaráðherra að endurskoða hjúskaparlög nr. 31/1993 þannig að hjúskapur og skráð sambúð geti átt við um fleiri en tvo einstaklinga, skylda sem óskylda. Aðlaga skal önnur lög að þessu fyrirkomulagi.“

Í greinargerð með tillögunni segir að hún geri sifjaspell ekki löglegt. Í greinargerðinni segir meðal annars: „Markmið þessara lagabreytinga er að aðskilja lagalegan og líkamlegan hjúskap og sambúð. Þessar breytingar gera til dæmis sifjaspell ekki löglegt, enda fjallar 3. mgr. 200. gr. almennra hegningarlaga nr 19/1940 um slíkt. Það eru líka til sambönd milli tveggja eða fleiri einstaklinga sem eru ekki kynferðisleg á neinn hátt. Aukin þekking á kynvitund og kynhneigð undirstrikar samt sem áður fjölbreytileika mannfólksins. Forsendur sambúðar eftir kynvitund eða kynhneigð koma löggjafanum ekki við. Löggjafinn setur grundvallarviðmið um hvað hjúskapur þýðir með tilliti til lagalegra álitaefna eins og skiptingu eigna og ábyrgð á börnum. Það getur átt við hvort sem sú skipting er á milli tveggja einstaklinga eða fleiri og hvort heldur sem skyldmenni eða óskyldir einstaklingar axla saman þá ábyrgð. Það er ekki sjálfgefið að ábyrgð á börnum eða eignum sé einungis málefni einnar manneskju eða tveggja óskyldra einstaklinga.“

„Hollt og gott að koma með þetta í umræðuna“

DV ræddi málið við Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, en flokkurinn hefur stundum þótt taka afstöðu með borgaralegum gildum. Ingu þykir þetta framtak Pírata vera jákvætt. „Ég var nú bara að sjá þetta núna, við erum að hamast í fjárlaganefnd út af sölu Íslandsbanka. En í rauninni ef við ætlum að vera svona frjáls og virða persónuréttindi hvers og eins þá er ég algjörlega sammála því. Fólk ræður þessu bara sjálft.“

Á hinn bóginn efast Inga um að hjúskapur fleiri en tveggja samrýmist kristinni trú, hún telur Íslendinga enn vera nokkuð trúaða og að „það þyrfti að verða ansi mikil stökkbreyting ef við allt í einu ætlum að horfa upp á svona samfélagsgerð. Mormónasamfélagsgerð,“ segir hún og hlær.

Inga sér ekki fyrir sér að hjúskapur fleiri en tveggja gæti samrýmst kirkjulegu brúðkaupi. „Ekki út frá þeim viðmiðum og gildum sem við byggjum á. Okkar samfélagsgerð, hefðir gildir, viðmið – þetta er alveg á skjön við það allt saman.“

Inga setur sig þó ekkert upp á móti hjúskap fleiri en tveggja. „Ég held í rauninni að ef fólk vill þá muni það gera svona lagað. Ef ég ætlaði að búa með 2-3 mönnum þá værum við ekki endilega að segja frá því en þá væri það bara þannig.“ Inga segist þó ekki telja tímabært að lögfesta slíkt sambúðarform og myndi því líklega ekki greiða tillögunni atkvæði.

„En mér finnst bara hollt að koma með þetta í umræðuna. Orð eru til alls fyrst og við vitum ekkert nema þetta kunni að verða ákveðin þróun til framtíðar. Það er engin afturhaldssemi í mér hvað það varðar. Mér finnst alltaf gaman þegar Píratarnir eru að koma með svona lífleg og skemmtileg umræðuefni.“

„Múslimavandamál“

Málið er til umræðu í hinum stóra og líflega umræðuhópi á Facebook, Stjórnmálaspjallinu. Stjórnandi hópsins, Margrét Friðriksdóttir, segir:

„Í Danmörku hefur þetta verið vandamál meðal múslima sem að eiga 3-4 eiginkonur og eignuðust 20-30 börn með þeim og voru að fá barnabætur fyrir milljónir á mánuði, vegna þessa vandamáls er búið að setja þak á barnabætur þar og nú greiða danir einungis barnabætur með hámark 3 börnum. Vill Björn að stefni í þetta óefni eða hvað eru píratar að leitast eftir með þessari tillögu?“

Tillagan leggst illa í nokkra spjallverja og Sigurjón Þórðarson segir:

„Er gengið nógu langt með þessum tillögum – hvaða réttlæti er það að fá ekki að skrá sig í sambúð með hundinum sínum?“

Kona ein á Stjórnmálaspjallinu segir: „Þetta hljomar eins og karlmennirnir séu a höttunum eftir barnabótum að fa meiri pening bara með að barna fullt af konum þessir píratakallar“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Tiffany í Breiðablik
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Að þessu leyti hefur kannski Sjálfstæðisflokkurinn útilokað sjálfan sig frá stjórnarsamstarfi við ábyrg stjórnmálaöfl“

„Að þessu leyti hefur kannski Sjálfstæðisflokkurinn útilokað sjálfan sig frá stjórnarsamstarfi við ábyrg stjórnmálaöfl“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vill breyta nafni Norðurþings

Vill breyta nafni Norðurþings
Fastir pennar
Fyrir 1 viku

Karlar sem pressa á konur til að stunda kynlíf

Karlar sem pressa á konur til að stunda kynlíf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólga í lokuðum hópi Samfylkingarinnar – Dularfullar úthringingar, klíkuaðferðir og takmörkun á skoðunum

Ólga í lokuðum hópi Samfylkingarinnar – Dularfullar úthringingar, klíkuaðferðir og takmörkun á skoðunum