fbpx
Fimmtudagur 16.september 2021
Eyjan

Miðflokkurinn slær öllum við í auglýsingakostnaði – Eyddu tæpum tveim milljónum á einni viku

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 14. september 2021 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarna viku hefur Miðflokkurinn eytt meiru í auglýsingar á Facebook en nokkur annar stjórnmálaflokkur eða rétt tæpri 1,8 milljón á undanförnum 7 dögum. Þetta kemur fram í samantekt á kostuðum birtingum stjórnmálaflokkanna sem Facebook veitir.

Næstur á eftir kemur Flokkur fólksins, sem eyddi 676.447 krónum á sama tímabili. Flokkur fólksins og Miðflokkurinn skipa sér þannig í algjöran sérflokk. Ef skoðuð er eyðsla í Facebook auglýsingar síðustu 30 daga raða þessir sömu flokkar sér í efstu tvö sætin á ný. Miðflokkurinn með um 2,1 milljóna útgjöld og Flokkur fólksins með um 1,5 milljónir.

Þannig er ljóst að Miðflokkurinn hefur spýtt duglega í lófana síðustu daga og rúmlega fimm faldað útgjöld sín í Facebook auglýsingar frá því sem áður var. 85% útgjalda flokksins í Facebook auglýsingar hafa orðið til á síðustu 7 dögum. Sama hlutfall hjá hinum flokkunum er undir 50% nema hjá Pírötum og Sósíalistum. Píratar eyddu nánast engu þangað til í þessari viku, en 95% af útgjöldum þeirra undanfarna 30 daga, hafa orðið á undanförnum 7 dögum. Sama hlutfall er 69% hjá Sósíalistum.

Útgjöld flokkanna í auglýsingar á Facebook og Instagram undanfarna 7 daga má sjá hér að neðan:

  1. Miðflokkurinn: 1.799.768 kr.
  2. Flokkur fólksins: 676.447 kr.
  3. Framsókn: 335.622 kr.
  4. Sósíalistaflokkurinn: 312.130 kr.
  5. Sjálfstæðisflokkurinn: 282.766 kr.
  6. Samfylkingin: 158.188 kr.
  7. Viðreisn: 158.245 kr.
  8. Vinstri grænir: 87.867 kr.
  9. Píratar: 60.038 kr.
  10. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn: 41.084 kr.

Þá gera einstaka frambjóðendur og framboð flokkanna í einstaka kjördæmum jafnframt sínar eigin Facebook síður út og kosta sumar þeirra birtingu auglýsinga. Af einstaklingum hefur Ásmundur Einar Daðason eytt mestu eða um 90 þúsundum. Næstur þar á eftir kemur Píratinn Gísli Rafn Ólafsson, með rétt tæpar 40 þúsund krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Kommon, það hafa allir drukkið landa. Er þetta í alvörunni spurning?“

„Kommon, það hafa allir drukkið landa. Er þetta í alvörunni spurning?“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sósíalistaflokkurinn kannast ekki við dularfullan áróðurspóst – „Þorsteinn Már og fjölskylda hans nota tíbeskt fjallageitasmjör á Namibíuhumarinn sinn“

Sósíalistaflokkurinn kannast ekki við dularfullan áróðurspóst – „Þorsteinn Már og fjölskylda hans nota tíbeskt fjallageitasmjör á Namibíuhumarinn sinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir borgina úthýsa regnboganum í óþökk hinsegin samfélagsins – „Ég vil regnbogann áfram við Skólavörðustíg“

Segir borgina úthýsa regnboganum í óþökk hinsegin samfélagsins – „Ég vil regnbogann áfram við Skólavörðustíg“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skora á Þorstein að segja af sér – Væna hann um harðlínustefnu í garð flóttafólks og lygar í fjölmiðlum

Skora á Þorstein að segja af sér – Væna hann um harðlínustefnu í garð flóttafólks og lygar í fjölmiðlum