fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Glúmur spyr hvort við eigum að eldast saman með Gísla Marteini og Agli í heila öld

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 27. júlí 2021 19:00

Glúmur, Gísli Marteinn og Egill. Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glúmur Baldvinsson, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Reykjavík, vill meiri endurnýjun á vissum sviðum kerfisins, hjá embættismönnum og ýmsum öðrum starfsmönnum ríkisstofnana. Hann leggur til að enginn slíkur aðili sé lengur í sama starfinu en sex ár. Minnist Glúmur ferils síns hjá EFTA þar sem sú regla gilti að ráðningarsamningur var til þriggja ára með möguleika á framlengingu til annarra þriggja ára, en ekki meira.

Glúmur segir að hann telji þessa reglu vera skynsamlega og hún ætti að gilda víða:

„Eftir að ég lauk námi um þrítugt hóf ég störf hjá Fríverslunarsamtökum Evrópu eða EFTA einsog þau kallast í daglegu tali. Fyrst í Genf og síðar Brussel. Þar gilti sú regla að ráðningarsamingur var til þriggja ára með möguleika á framlengingu til þriggja ára. Og thats it. Ekki var hægt að framlengja eftir það. Þetta þykir mér skynsamleg regla sem ætti að gilda í öllu embættismannakerfinu hér og ríkisstofnunum einsog RUV.

Af hverju er þetta sniðugt fyrir báða aðila? Jú til að koma í veg fyrir að fólki fari að líða einsog það eigi pleisið og verði einfaldlega áskrifendur að launum sínum um aldur og ævi. Eða er það vilji þjóðarinnar að sömu einstaklingar stýri sömu þáttum framá grafarbakkann. Eigum við t.d. öll að eldast með Gísla Marteini og Agli Helga ofl í heila öld án endurnýjunnar. Grána og deyja saman? Það er hæfileikaríkt fólk þarna úti lofa ég ykkur. Gefum því sjens og leyfum stofnunum ríkis að ganga í endurnýjun lífdaga með reglulegu millibili. Ella staðnar allt og deyr með hugarþelinu: ég á þetta og ræð þessu og má þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG