fbpx
Þriðjudagur 21.september 2021
Eyjan

„Sög­urn­ar um dans for­sæt­is­ráðherra og fjár­málaráðherra eru sög­ur sem má ekki segja. Þær eru mjög vand­ræðal­eg­ar“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 8. júlí 2021 17:25

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sög­urn­ar um dans for­sæt­is­ráðherra og fjár­málaráðherra eru sög­ur sem má ekki segja. Þær eru mjög vand­ræðal­eg­ar og það væri óviðeig­andi að vísa í þær sem tákn­mynd fyr­ir nú­ver­andi stjórn­ar­sam­starf. Það kom því mörg­um á óvart þegar vinstri og hægri gengu sam­an út á dans­gólfið í upp­hafi þessa kjör­tíma­bils und­ir ró­legri fram­sókn­ar­tónlist.“

Svona hefst pistill Bjarnar Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem birtist í Morgunblaðinu í dag, en þar fjallar hann um stjórnarsamstarf stjórnarflokkanna. Hann segir fólk klóra sér í hausnum yfir undarlegum dansi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra: „Það er djæfað yfir heil­brigðis­kerfið, lindyhoppað yfir Lands­rétt, valsað yfir sjáv­ar­auðlind­ina, steppað yfir stjórn­ar­skrána og svo slammað yfir há­lendið svo fátt eitt sé nefnt.“

Björn segir að síðasti danstími þeirra Katrínar og Bjarna hafi líklega verið á þriðjudag þegar aukaþing­fund­ur var haldinn. Þar var lagt til að rætt yrði frekar um stjórn­ar­skrána, en því var hafnað.

„Síðastliðinn þriðju­dag­ur, þegar hald­inn var aukaþing­fund­ur, var lík­lega síðasti dans­tím­inn á þessu kjör­tíma­bili. Þar mælt­um við Pírat­ar fyr­ir breyt­ingu við þing­frest­un for­sæt­is­ráðherra. Þar lögðum við til að þingið byði þjóðinni í dans um stjórn­ar­skrána. Dans­inn sem þjóðin bað um í at­kvæðagreiðslu árið 2012, fyr­ir níu árum, og hef­ur ekki enn fengið. Þar gafst þing­mönn­um tæki­færi til að greiða at­kvæði um aukaþing­fundi í ág­úst til þess að bæta að minnsta kosti við breyt­ing­ar­á­kvæði í stjórn­ar­skrána sem krefst ekki alþing­is­kosn­inga.

At­kvæðagreiðslan var áhuga­verð, en til­lög­una studdu þeir flokk­ar sem lögðu hana fram ásamt Pír­öt­um; Sam­fylk­ing­in og Flokk­ur fólks­ins. Nei sögðu Sjálf­stæðis­flokk­ur, Miðflokk­ur, Vinstri græn og Fram­sókn. Viðreisn sat hjá með orðum for­manns­ins: „Ég get ekki tekið und­ir að það eigi að inn­leiða hina svo­kölluðu nýju stjórn­ar­skrá.““

Þá fjallar Björn frekar um stjórnarskránna og segir til að mynd að ef hún væri tónlist væri þjóðin tón­skáldið og þingið væri að dansa. Þá heldur hann því fram að Nýja stjórn­ar­skrá­in inni­haldi marg­ar betr­um­bæt­ur fyr­ir lýðræðið, sem verði þó að bíða vegna dans Katrínar og Bjarna.

„Vand­inn sem við glím­um við í dag, þegar kem­ur að stjórn­ar­skrár­breyt­ing­um, er að þegar Alþingi samþykk­ir slík­ar breyt­ing­ar þá þarf að rjúfa þing og boða til al­mennra kosn­inga. Í þeim kosn­ing­um er ekki kosið um stjórn­ar­skrár­breyt­ing­arn­ar sjálf­ar held­ur er bara gert ráð fyr­ir hefðbundn­um þing­kosn­ing­um þar sem fólk kýs flokka eins og venju­lega. Þessu vilj­um við breyta, þannig að fólk geti sagt álit sitt á þeim stjórn­ar­skrár­breyt­ing­um beint – án þess að þurfa að kjósa stjórn­mála­flokka á sama tíma. Það er jú þjóðin sem er stjórn­ar­skrár­gjaf­inn. Ef stjórn­ar­skrá­in væri tónlist, þá er þjóðin tón­skáld og þingið dans­ar eft­ir því hvort þjóðin spil­ar rokk, diskó eða polka.

Nýja stjórn­ar­skrá­in inni­held­ur marg­ar betr­um­bæt­ur fyr­ir lýðræðið. Mál­skots­rétt fyr­ir þjóðina, frum­kvæðis­rétt, upp­lýs­inga­rétt, frelsi fjöl­miðla, auðlinda­ákvæði, jafnt vægi at­kvæða og margt fleira. Nauðsyn­leg­ar upp­færsl­ur fyr­ir nú­tíma­sam­fé­lag. En þær verða að bíða á meðan for­sæt­is­ráðherra og fjár­málaráðherra klára dans­inn sinn í friði. Ekk­ert þing og eng­inn stjórn­ar­skrárstubb­ur síðustu fjóra mánuðina fyr­ir kosn­ing­ar til þess að trufla ekki síðasta vanga­dans­inn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Er uppáhalds „leiðindaskarfur“ Sjálfstæðismanna á útleið? Sjáðu nýstárlega kosningaauglýsingu Brynjars

Er uppáhalds „leiðindaskarfur“ Sjálfstæðismanna á útleið? Sjáðu nýstárlega kosningaauglýsingu Brynjars
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fámenn en hávær mótmæli við stjórnarráðið

Fámenn en hávær mótmæli við stjórnarráðið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hulda skaut á Sjálfstæðismenn og setti Twitter á hliðina – „Þetta er móðgun við mig og alla mína ætt“

Hulda skaut á Sjálfstæðismenn og setti Twitter á hliðina – „Þetta er móðgun við mig og alla mína ætt“