fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Ákvörðun Haraldar fordæmd – „Getur hann ekki unnið konu án hótana?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 15. júní 2021 21:00

Haraldur Benediktsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst því yfir að hann muni ekki þiggja annað sætið ef það kemur í hlut hans í prófkjöri flokksins í Norðvesturkjördæmi. Þetta kemur fram á Bæjarins bestu í dag. Haraldur segir:

„Ég hef setið sem oddviti listans og gegnt stöðu fyrsta þingmanns kjördæmisins. Ég hef náð að stilla saman strengi allra þingmanna kjördæmisins til góðra verka. Ég er reiðubúinn að gera það áfram. Feli flokksmenn öðrum það hlutverk er það skýr niðurstaða. Það getur ekki verið gott fyrir nýjan oddvita að hafa þann gamla í aftursætinu.“

Þessi afstaða Haraldar hefur verið gagnrýnd víða. Rósa Guðmundsdóttir spyr hvort Haraldur geti ekki keppt við konu án hótana, en hann sé að endurtaka leik sinn frá kjördæmisþingi flokksins fyrir kosningarnar árið 2013:

„Á kjördæmisþingi Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir kosningarnar 2013 buðu tvö sig fram í 2. sæti listans, þau Haraldur Benediktsson, þá fráfarandi formaður Bændasamtaka Íslands og Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri og varaþingmaður.

Mér fannst sjálfri að listi með Einar K., Eyrúnu og Haraldi, í þessari röð, væri sigurstranglegur en gerði ráð fyrir að fram úr því yrði ráðið í lýðræðislegri kosningu á þinginu. Þegar til kom fór Haraldur í pontu og lýsti því yfir að hann tæki annað hvort 2. sætið eða ekkert. Það kom svolítið á fundarmenn en niðurstaðan varð eins og Haraldur vildi. Listinn varð Einar, Haraldur og Eyrún, sem tók 3. sætið eins og sannur liðsmaður. Mér fannst þetta ómerkilegt á sínum tíma en hugsaði sem svo að fólk yrði að ráða því hvort það hellti sér í pólitíkina og á hvaða forsendum.

Nú hefur Haraldur ákveðið að grípa til sama örþrifaráðs, þegar hann keppir við Þórdísi Kolbrúnu, varaformann flokksins, um 1. sætið. Þetta gerir hann á sama tíma og hann býður sjálfan sig fram undir slagorðinu „áframhaldandi öflug liðsheild“. Nú er það 1. sætið eða ekkert og hann treystir augljóslega ekki kjósendum til að ákveða, án þess að grípa til hótana, hver eigi að veita þeirri öflugu liðsheild forystu.“

Karen Kjartansdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar og fjölmiðlakona, endurbirtir pistil Rósu og tekur undir með henni: „Rósa Guðmundsdóttir, vinkona mín í Grundarfirði, köttar krappið.“

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er ekki að skafa utan af því er hún sendir Haraldi þessa kveðju: „Hvaða aula-múv er þetta? Hver vill svona manneskju í oddvitasæti? Áfram Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ekki láta neina fýlustjórnun hafa áhrif á neitt.“

Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Garðabæjar, gagnrýnir Harald einnig harðlega er hún segir á Facebook-síðu sinni:

„Haraldur hefur sennilega lesið stöðuna þannig að hann myndi ekki ná fyrsta sætinu. Það ætti ekki að koma á óvart þar sem maðurinn gefur kost á sér gegn öflugum varaformanni og ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Þá gerir hann það eina sem hann kann, og eitthvað sem hefur virkað fyrir hann áður, hann hótar samflokksmönnum sínum og kjósendum nokkrum dögum fyrir kjördag! Ekki treysta, bara hóta. Eru tímar stjórnmálamanna sem beita slíkum aðferðum og gefa kjósendum sínum afarkosti ekki bara búnir? Nútíðin, framtíðin og vandaðri vinnubrögð voru nefnilega að hringja!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus