fbpx
Sunnudagur 17.október 2021
Eyjan

Guðlaugur bíður með sigurdansinn – „Nóttin er ung“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 5. júní 2021 20:21

Skjáskot úr fréttatíma RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra tekur fyrstu tölum úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík með stóískri ró. Þegar 1502 atkvæði voru talin var Guðlaugur í 1. sæti listans en hann segir að nóttin sé enn ung og allt geti breyst. Alls kusu um 7500 manns í prófkjörinu og næstu talna er að vænta klukkan 21:00

„Þetta eru nú bara fyrstu tölur en aðalatriðið er þetta að þetta er búið að vera stórt prófkjör og mikill gangur og það hefur verið afskaplega gaman að starfa í þessu og mikil gleði og við höldum bara áfram því en nóttin er ung og eins og ég segi þetta eru bara fyrstu tölur og það getur allt breyst í þessu,“ sagði Guðlaugur í samtali við fréttastofu RÚV.

„Já bara sömuleiðis. Glæsileg kjörsókn og við getum verið afar stolt af þessu prófkjöri. Það eru auðvitað tvö oddvitasæti í þessum kjördæmum þannig þetta er bara glæsilegt prófkjör og við getum verið afar stolt af þessu,“ sagði Áslaug sem er sem stendur í 2. sæti.

Guðlaugur sagði í samtali við mbl.is að hann hafi mikið þurft að reiða sig á stuðningsfólk sitt.

„Það hef­ur verið í mörg horn að líta hjá mér í þess­ari próf­kjörs­bar­áttu,“ sagði hann og nefndi sem dæmi njósnamál hjá Dönum, fríverslunarsamning við Breta og norðurskautsráðið. Hann hafi því mikið þurft að reiða sig á sitt „góða stuðningsfólk.“

Hann sagði ekki hægt að draga of miklar ályktanir af fyrstu tölum þó hann vonist eftir því að fá fleiri atkvæði eftir því sem líður á kvöldið.

Áslaug tók fram við mbl.is að ekki væri búið að telja mikið af atkvæðunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Leví tekur upp hanskann fyrir Birgi – „Auðvitað hefur Birgir rétt til þess að hætta í Miðflokknum núna“

Björn Leví tekur upp hanskann fyrir Birgi – „Auðvitað hefur Birgir rétt til þess að hætta í Miðflokknum núna“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Birgir með hnút í maganum og hræddur – „Eftir þetta var andrúmsloftið mjög rafmagnað”

Birgir með hnút í maganum og hræddur – „Eftir þetta var andrúmsloftið mjög rafmagnað”
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gísli fer úr tækni yfir í brauðið

Gísli fer úr tækni yfir í brauðið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Þetta er gamaldags leið til að stýra neyslu“ segir Breki

„Þetta er gamaldags leið til að stýra neyslu“ segir Breki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sum sveitarfélög varla sjálfbær vegna kostnaðar við þjónustu við fatlaða – Launakostnaður ein helsta ógnin við fjármálin

Sum sveitarfélög varla sjálfbær vegna kostnaðar við þjónustu við fatlaða – Launakostnaður ein helsta ógnin við fjármálin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hálendisþjóðgarður og orkunýting tefja stjórnarmyndunarviðræður

Hálendisþjóðgarður og orkunýting tefja stjórnarmyndunarviðræður