fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Brynja Dan og stórskotalið í framboð fyrir Framsókn – Sjáðu listana í heild

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 20. maí 2021 12:30

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framsóknarflokkurinn samþykkti seint í gærkvöldi framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum og voru þeir birtir á heimasíðu flokksins nú í dag. Ljóst er að mikil vinna hefur farið í uppstillinguna og mörg ný nöfn þar á ferð. Í kosningunum 2017 náði flokkurinn aðeins inn einum þingmanni í öðru kjördæminu, henni Lilju D. Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og varaformanni flokksins. Það kom því mörgum á óvart þegar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra flokksins og þingmaður Norðvesturkjördæmis, tilkynnti að hann hygðist gefa öruggasta þingsæti Framsóknarmanna frá sér og taka slaginn í borginni.

Nú er ljóst að Ásmundur Einar er ekki eina nýjungin sem Framsóknarmenn tefla fram í Reykjavík. Í morgun var sagt frá því að Brynja Dan myndi verma annað sæti á lista Framsóknarmanna. Fari svo að Framsókn komi Ásmundi inn í Reykjavík norður verður hún því varaþingmaður hans á næsta kjörtímabili. Næst á eftir Brynju er svo Þórunn Sveinbjörnsdóttir, fráfarandi formaður Félags eldri borgara en heimildir DV herma að Vinstri grænir hafi einnig boðið henni að vera með.

Friðrik Þór Friðriksson, kvikmyndagerðarmaður, er svo að finna í 16. sæti listans og neðstu sætin tvö, heiðurssætin, verma fyrrverandi ráðherrarnir Guðmundur Bjarnason og Jón Sigurðsson, en sá síðarnefndi var einnig seðlabankastjóri forðum daga.

Á lista í Reykjavík suður er áfram Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður flokksins, í fyrsta sæti. Annað sætið vermir Aðalsteinn Haukur Sverrisson, framkvæmdastjóri og formaður FR. Sjötta sætið vermir enginn annar en Guðni Ágústsson, Sunnlending, fyrrum ráðherra og áhugamann um allt sem íslenskt er. Þá taka heiðurssætin Frosti Sigurjónsson og Sigrún Magnúsdóttir, bæði fyrrum kjörnir fulltrúar fyrir Framsóknarflokkinn.

Listana má sjá í heild sinni hér.

Reykjavík suður:

  1. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, 47 ára, mennta- og menningarmálaráðherra
  2. Aðalsteinn Haukur Sverrisson, 47 ára, framkvæmdastjóri, MPM og formaður FR
  3. Sigrún Elsa Smáradóttir, 46 ára, framkvæmdastjóri og f.v. borgarfulltrúi
  4. Íris E. Gísladóttir, 29 ára, frumkvöðull í menntatækni og formaður UngFramsókn í Reykjavík
  5. Þorvaldur Daníelsson, 50 ára, stofnandi Hjólakrafts og MBA
  6. Guðni Ágústsson, 72 ára, f.v. alþingismaður og landbúnaðarráðherra
  7. Hafdís Inga Helgudóttir Hinriksdóttir, 40 ára, félagsráðgafi
  8. Ólafur Hrafn Steinarsson, 30 ára, formaður Rafíþróttasambands Íslands
  9. Ágúst Guðjónsson, 20 ára, lögfræðinemi
  10. Helena Ólafsdóttir, 51 árs, knattspyrnuþjálfari og þáttastjórnandi
  11. Guðrún Lolý Jónsdóttir, 21 árs, leikskólaliði og nemi
  12. Ingvar Mar Jónsson, 47 ára, flugstjóri
  13. Hinrik Viðar B. Waage, 28 ára, nemi í rafvirkjun
  14. Jóhanna Sóley Gunnarsdóttir, 59 ára, sjúkraliði
  15. Björn Ívar Björnsson, 33 ára, verkamaður
  16. Jón Finnbogason, 40 ára, sérfræðingur
  17. Þórunn Benný Birgisdóttir, 40 ára, BA í félagsráðgjöf og iðnnemi
  18. Stefán Þór Björnsson, 47 ára, viðskiptafræðingur
  19. Ásta Björg Björgvinsdóttir, 35 ára, tónlistarkona og forstöðukona í félagsmiðstöð
  20. Níels Árni Lund, 70 ára, f.v. skrifstofustjóri
  21. Frosti Sigurjónsson, 58 ára,  f.v. alþingismaður
  22. Sigrún Magnúsdóttir, 76 ára, f.v. ráðherra og borgarfulltrúi

Reykjavík norður:

  1. Ásmundur Einar Daðason, 38 ára, félags- og barnamálaráðherra
  2. Brynja Dan, 35 ára, frumkvöðull og framkvæmdastjóri
  3. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, 75 ára, fráfarandi formaður LEB
  4. Gauti Grétarsson, 60 ára, sjúkraþjálfari
  5. Magnea Gná Jóhannsdóttir, 24 ára, lögfræðingur
  6. Lárus Helgi Ólafsson, 33 ára, kennari og handboltamaður
  7. Unnur Þöll Benediktsdóttir, 25 ára, háskólanemi
  8. Guðjón Þór Jósefsson, 20 ára, laganemi
  9. Kristjana Þórarinsdóttir, 43 ára, sálfræðingur
  10. Ásrún Kristjánsdóttir, 72 ára, hönnuður og myndlistarkona
  11. Bragi Ingólfsson, 83 ára, efnafræðingur
  12. Snjólfur F. Kristbergsson, 81 árs, vélstjóri
  13. Eva Dögg Jóhannesdóttir, 38 ára, líffræðingur
  14. Sveinbjörn Ottesen, 61 árs, verkstjóri
  15. Gerður Hauksdóttir, 62 ára, skrifstofufulltrúi
  16. Friðrik Þór Friðriksson, 67 ára, kvikmyndagerðarmaður
  17. Þórdís Arna Bjarkarsdóttir, 25 ára, læknanemi
  18. Birna Kristín Svavarsdóttir, 68 ára, f.v. hjúkrunarforstjóri
  19. Haraldur Þorvarðarson, 44 ára, kennari og handboltaþjálfari
  20. Dagbjört S. Höskuldsdóttir, 73 ára, fyrrum verslunarkona
  21. Guðmundur Bjarnason, 76 ára, f.v. ráðherra
  22. Jón Sigurðsson, 74 ára, f.v. ráðherra og seðlabankastjóri
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn