fbpx
Þriðjudagur 25.janúar 2022
Eyjan

Fordæmalaust kjördæmaflakk Kolbeins – Á öflugan stuðning í Reykjavík

Erla Hlynsdóttir
Laugardaginn 1. maí 2021 11:00

Ólafur Þ. Harðarson og Óttar Kolbeinsson Proppé. Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég man ekki eftir því að frambjóðandi sem hlaut ekki brautargengi í prófkjöri hafi farið í prófkjör fyrir sama flokk í öðru kjördæmi fyrir sömu kosningar,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessur í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

Sem kunnugt er sóttist Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, eftir oddvitasæti í forvali flokksins í Suðurkjördæmi en hafnaði í fjórða sæti. Kolbeinn hefur nú ákveðið að söðla um og sækjast eftir sæti á lista í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Fyrir síðustu kosningar skipaði hann annað sæti flokksins í Reykjavík suður en taldi farsælla að gefa kost á sér í Suðurkjördæmi, þar til niðurstöðurnar komu í hús.

Ólafur bendir hins vegar á að dæmi séu um að menn hafi skipt um flokk „eftir slika útreið“ og rifjar upp þegar Jón Bjarnason lenti í þriðja sæti í prófkjöri Samfylkingar í Norðurlandi vestra árið 1999.    „Hann tók ekki það sæti heldur efsta sætið hjá VG í sama kjördæmi – og náði kjöri á þing,“ segir Ólafur.

Spurður hvort Kolbeinn komi ekki laskaðuri inn í baráttuna í Reykjavík þegar hann er nýbúinn að lúta í lægra haldi innan flokksins í öðru kjördæmi segist Ólafur ekki sannfærður. „Ég er ekki viss um að Kolbeinn gjaldi þess í forvali í Reykjavík að hafa reynt að ná oddvitasæti í Suðurkjördæmi. Í Reykjavík reynir hann að ná 3.-4. sæti, sem gefur 2. sæti á öðrum hvorum Reykjavíkurlistanum. Kolbeinn hefur verið áberandi og öflugur þingmaður og á sér öflugan stuðning meðal margra frammámanna VG í Reykjavík.“

Tólf eru í framboði í forvali Vinstri grænna í Reykjavík sem verður dagana 16. til 19. maí. Í forvalinu verður kosið í efstu fjögur sætin framboðslistum Vinstri grænna til Alþingis í Reykjavíkurkjördæmum Suður og Norður. Frambjóðendur bjóða sig því fram tiltekið sæti í öðru hvoru kjördæmanna.

 

Frambjóðendur í Reykjavíkurkjördæmunum í forvali VG:

Andrés Skúlason, verkefnastjóri, í 2. sæti.

Brynhildur Björnsdóttir, blaðamaður, bókarýnir og söngkona, í 4. sæti.

Daníel E. Arnarson, framkvæmdastjóri Samtakanna ’78, í 2. sæti.

Elva Hrönn Hjartardóttir, sérfræðingur hjá VR, í 2. sæti.

Eva Dögg Davíðsdóttir, doktorsnemi í umhverfis- og þróunarfræði, í 3.-4. sæti.

Guy Conan Stewart, kennari, í 4. sæti.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í 1. sæti.

Kolbeinn Óttarsson Proppé, alþingismaður, í 2. sæti.

Orri Páll Jóhannsson, aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherra og varaþingmaður, í 2. sæti.

René Biasone, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, í 4. sæti.

Steinunn Þóra Árnadóttir, alþingismaður, í 2. sæti.

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, í 1. sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Orðið á götunni: Kvennabylting í kortunum í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Kvennabylting í kortunum í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins
EyjanFastir pennar
Í gær

Björn skrifar: Ótrúleg upplifun úr stúkunni í Búdapest – Íslendingar heilluðu alla í höllinni

Björn skrifar: Ótrúleg upplifun úr stúkunni í Búdapest – Íslendingar heilluðu alla í höllinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bjarni kominn heim úr fríinu og skýtur fast á Samfylkinguna – „Ég sé og finn að sumir hafa saknað mín“

Bjarni kominn heim úr fríinu og skýtur fast á Samfylkinguna – „Ég sé og finn að sumir hafa saknað mín“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orri vill leiða framsóknarmenn í Kópavogi

Orri vill leiða framsóknarmenn í Kópavogi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann opinberar innihald bréfs sem ríkisstjórnin fékk en sagði ekki frá

Jóhann opinberar innihald bréfs sem ríkisstjórnin fékk en sagði ekki frá
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ingu Sæland úthúðað í harðorðu bréfi frá reiðum bónda – „Þér er nefnilega sama um fátæka bændur. Þú ert hræsnari“

Ingu Sæland úthúðað í harðorðu bréfi frá reiðum bónda – „Þér er nefnilega sama um fátæka bændur. Þú ert hræsnari“