fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Þorgerður segir Sjálfstæðisflokkinn vera klofinn – „Um þetta deil­um við ekki“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 12. apríl 2021 10:05

Valhöll. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra brást við tveim­ur til­lög­um okk­ar í Viðreisn um nýja nálg­un Evr­ópu­mál­anna með grein í Morg­un­blaðinu síðastliðinn fimmtu­dag. Fyr­ir­sögn­ina um „snemm­búið aprílgabb“ tek­ur hann úr leiðara Morg­un­blaðsins, sem skrifaður var af sama til­efni 1. apríl.“

Svona hefst pistill sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, skrifar en pistillinn birtist í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Klofinn Sjálfstæðisflokkur“. Í pistlinum fjallar Þorgerður um það hvernig Sjálfstæðisflokkurinn er klofinn þegar kemur að utanríkismálum. Hún bendir á að leiðaraopnan í Morgunblaðinu þann 1. apríl hafi verið í andstöðu við grein Guðlaugs. „Nú birt­ist flokk­ur­inn í þessu gam­al­gróna blaði þverklof­inn á einu helsta mála­sviði stjórn­mál­anna,“ segir Þorgerður og lýsir því næst muninum á greinunum tveimur.

„Ut­an­rík­is­ráðherr­ann er í frjáls­lynd­ari armi flokks­ins. Í grein­inni ver hann EES-samn­ing­inn og aðild­ina að innri markaði Evr­ópu­sam­bands­ins með skyn­sam­leg­um rök­um. Við erum sam­mála hon­um um þau. En rit­stjór­ar Morg­un­blaðsins, sem eru í hug­mynda­fræðilegri for­ystu fyr­ir íhalds­armi flokks­ins, birta leiðara við hliðina á grein ráðherr­ans til að tæta jafn­h­arðan niður rök hans fyr­ir EES. Þar er tekið und­ir þau sjón­ar­mið að Ísland hafi tapað full­veld­inu með fram­kvæmd samn­ings­ins. For­herðing­in er svo mik­il að blaðið geng­ur í lið með þeim sem halda því fram að aðild Íslands að Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu stríði gegn full­veldi lands­ins. Það eru þessi öfgaviðhorf í íhalds­armi Sjálf­stæðis­flokks­ins, sem binda hend­ur þeirra sem frjáls­lynd­ari eru. Þegar þeir verja EES-samn­ing­inn er jafn­vel sett ofan í við þá sam­dæg­urs á sömu opnu Morg­un­blaðsins.“

Þorgerður segir að það eina sem haldi flokknum saman sé kyrrstaðan. „Veru­leik­inn er sá að það eru þrjá­tíu og þrjú ár síðan umræður hóf­ust um þátt­töku Íslands í EES. Það var fyr­ir fall múrs­ins. Þetta þýðir að all­ar ákv­arðanir um stöðu lands­ins í fjölþjóðasam­vinnu voru tekn­ar á tím­um kalda stríðsins,“ segir hún og bendir á að heimurinn hafi gjörbreyst frá því á þeim tíma. Hún segir þá klofninginn í flokknum koma í veg fyrir að hægt sé að ræða ný skref í fjölþjóðasamvinnu.

„Kyrrstaðan ein get­ur haldið flokkn­um sam­an. Hún er tek­in fram yfir umræðu, sem leitt get­ur til öfl­ugri hags­muna­gæslu fyr­ir Ísland. Varðstaða um fortíðina verður mik­il­væg­ari en sókn fyr­ir framtíðina.“

„Um þetta deil­um við ekki“

Þorgerður segir að full aðild að Evrópusambandinu sé ekki markmið í sjálfu sér. „Hún er aðeins leið fyr­ir Ísland eins og flest önn­ur Evr­ópu­ríki til þess að ná þeim mark­miðum, sem við horf­um til,“ segir hún og tekur dæmi. „Verðbólga er átt­föld miðað við Dan­mörku. Vext­ir hér eru um­tals­vert hærri en þar. Geng­is­sveifl­ur eru að mati for­stöðumanna ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækja helsta hindr­un fyr­ir þróun þekk­ing­ariðnaðar. Ísland er eina vest­ræna ríkið sem tek­ur nú er­lend lán í stór­um stíl með geng­isáhættu til að fjár­magna ráðstaf­an­ir vegna kór­ónu­veirunn­ar.“

Hún segir að Guðlaugur viti það jafn vel og hún sjálf að þetta séu stórar hindranir fyrir heimili og fyrirtæki landsins. „Þær gera at­vinnu­líf­inu erfiðara um vik að hlaupa hraðar. Um þetta deil­um við ekki.“

„Rík­ir hags­mun­ir“

„Hvernig á þá að bregðast við?“ spyr Þorgerður þá í pistlinum en segir að þar skilji leiðir. „Ut­an­rík­is­ráðherra hef­ur ásamt sam­ráðherr­um sín­um lagt fyr­ir þingið að fram­selja vald til Seðlabank­ans til þess að beita jafn víðtæk­um fjár­magns­höft­um og gera þurfti eft­ir hrun. Með öðrum orðum: Það á að setja upp nýj­ar viðskipta­hindr­an­ir því krón­unni er ekki treyst,“ segir hún og nefnir svo tillögur Viðreisnar í málaflokknum.

„Fyrsti áfang­inn í til­lög­um okk­ar í Viðreisn um ný skref í alþjóðasam­vinnu miðar að því að taka upp stöðug­leika­sam­starf í gjald­eyr­is­mál­um við Evr­ópu­sam­bandið. Mark­miðið er að tryggja ís­lensku at­vinnu­lífi sam­bæri­lega sam­keppn­is­stöðu og ná­grann­ar okk­ar njóta. Með slíku sam­starfi get­um við rutt hindr­un­um úr vegi án þess að taka upp nýj­ar viðskipta­hindr­an­ir. Það eru rík­ir hags­mun­ir.“

„Hættu­legt að láta klofn­ing­inn í Sjálf­stæðis­flokkn­um ráða því“

Að lokum segir Þorgerður að kyrrstaðan sem hún talar um sé versti óvinur atvinnulífsins. „Kjarni máls­ins er sá að við lif­um í öðrum heimi en í kalda stríðinu þótt sum­ir vilji halda dauðahaldi í þá tíma. Við stönd­um and­spæn­is nýj­um áskor­un­um til þess að tryggja ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um sömu stöðu og keppi­naut­arn­ir njóta. Ný skref í alþjóðasam­vinnu geta ein­fald­lega hjálpað okk­ur til þess að ná sett­um mark­miðum,“ segir hún og botnar svo pistilinn.

„Kyrrstaðan er versti óvin­ur at­vinnu­lífs­ins um þess­ar mund­ir. Það er því hættu­legt að láta klofn­ing­inn í Sjálf­stæðis­flokkn­um ráða því hvaða mál kom­ast á dag­skrá stjórn­mál­anna“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þykir miður að kaupin á TM hafi orðið umdeild

Þykir miður að kaupin á TM hafi orðið umdeild
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Katrín og kosningastjórinn afsala sér biðlaunum

Katrín og kosningastjórinn afsala sér biðlaunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“