fbpx
Fimmtudagur 17.júní 2021
Eyjan

Ásakanir um kynferðisofbeldi valda titringi innan Sjálfstæðisflokksins – „Ástæðan fyrir því að fólk tekur ekki þátt í pólitík!“

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 11. apríl 2021 16:00

Valhöll. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum DV gætir nú mikils titrings meðal Sjálfstæðismanna eftir að ásakanir um að einn frambjóðandinn í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins hafi beitt unga konu kynferðisofbeldi fyrir þó nokkrum árum voru birtar á opinberum vettvangi í gær. Samkvæmt heimildum DV varðar málið frambjóðanda í Suðurkjördæmi og er nú leitað leiða til þess að fá frambjóðandann til þess að draga framboð sitt til baka.

Fréttin hefur verið uppfærð neðst með viðbrögðum mannsins við ásökununum.

Ásakanirnar voru settar fram í opinni Facebook færslu síðla dags í gær. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 300 manns brugðist við færslunni, 90 tjáð sig undir henni auk þess sem henni hefur verið deilt rúmlega hundrað sinnum.

Færslan er svo hljóðandi:

Hún var beðin um að mæta í vinnu að kvöldi til því það væri svo mikið að gera og ekkert óeðlilegt við það. Hann var mættur, eftir á var það öðruvísi. Eftir smá stund sagði hann henni að að hann þyrfti að sýna henni eitthvað á efri hæðinni á vinnustaðnum.

Hún hlýddi því og hugsaði hvað er þarna uppi, þar króaði hann hana af og reyndi að kyssa hana, hún sterk og í góðu formi þannig að henni tókst að sleppa frá honum, hann náði henni aftur, hún bað hann um að hætta og sagði „þú átt konu og börn og ég á kærasta“ hann hvíslaði í eyrað á henni „það þarf engin að frétta þetta“ því miður tókst honum að káfa á henni og troða tungunni upp í hana, honum tókst ekki að ganga alla leið en það var ekki honum að þakka.

Nei þetta var ekki á útihátíð, þetta var á vinnustað

Nei það var ekkert áfengi… þetta er hrein siðblinda.

Þessi maður er í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn….

Ef þér finnst þetta skipta máli og vilt fá frekari upplýsingar þá erum við öll hér tilbúin að gefa ykkur þær.

Níu gefa kost á sér

Færslan er skrifuð skömmu eftir að listi yfir frambjóðendur í prófkjöri flokksins í Suðurkjördæmi var kynntur. Í framboði eru níu einstaklingar, sex karlar og þrjár konur.

Miklar vangaveltur eru svo undir færslunni um hvern sé rætt. „Það á bara að segja hver þetta er,“ skrifar einn. „Auðvitað á að segja frá því hver þetta er. Á fólk svo bara að kjósa hann,“ spyr annar. Guðfinnur Sigurvinsson, starfsmaður þingflokks Sjálfstæðismanna tjáir sig jafnframt undir færslunni:

Það hefur ekki verið gengið frá neinum framboðslistum fyrir Sjálfstæðisflokkinn þannig að viðkomandi er ekki í framboði fyrir flokkinn fyrr en það hefur verið gert. Sennilega er viðkomandi að sækjast eftir stuðningi í prófkjöri sem er allt annað og með þessum pósti er verið að fella alla karlmenn sem taka þátt í prófkjörum flokksins vítt og breitt um landið undir grun og það finnst mér afar ámælisvert í ljósi þess hversu alvarleg ásökunin er. Eðlilegast væri að kæra þetta til lögreglu og láta viðkomandi svara fyrir sig þar en að draga fjölda saklausra manna inn í þetta mál á samfélagsmiðlum eins og hér er gert með hálfkveðinni vísu.

Setti sig í samband við meðframbjóðendur sína

Samkvæmt upplýsingum DV hefur maðurinn í dag sett sig í samband við þá sem einnig gefa kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Herma heimildirnar að maðurinn vísi þar öllum ásökununum á bug. Hann hefur þó enn ekkert gefið upp um hvort hann ætli að draga framboð sitt til baka.

Uppfært 17:00:

Margeir Vilhjálmsson hefur nú birt neðangreinda færslu á Facebook síðu framboðs síns. Þar segir hann sakirnar upplognar og hvetur þá sem trúir þeim til þess að kjósa einhverja aðra. Þar segir meðal annars:

Ásakanir sem fram koma í stöðuppfærslunni á facebook eru fjarri öllu sanni en hafa verið fastur hluti af lífi mínu frá árinu 2013. Þrátt fyrir umleitanir mínar og samtal við konuna sem lauk að því best ég vissi í góðri sátt fyrir 8 árum síðan, hefur hún fundið sig knúna til að tjá sig reglulega um málið undir rós á samfélagsmiðlum. Framsetning málsins í gær er einkar ósmekkleg þar sem allir karlkyns frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins eru settir undir sömu sök.

Færsluna í heild sinni má sjá hér að neðan.

https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=110497944484428&id=108432414690981

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

AstraZeneca skortur á Íslandi – Heilbrigðisráðuneytið kannaði „óformlega“ að fá danska aukaskammta

AstraZeneca skortur á Íslandi – Heilbrigðisráðuneytið kannaði „óformlega“ að fá danska aukaskammta
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hæstaréttarlögmaður kallar Samylkinguna öfgafullan smáflokk – „Eitt af mörgu vondu sem ein­kenn­ir þessi nýju guðlausu trú­ar­brögð“

Hæstaréttarlögmaður kallar Samylkinguna öfgafullan smáflokk – „Eitt af mörgu vondu sem ein­kenn­ir þessi nýju guðlausu trú­ar­brögð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Spáir olíuskorti

Spáir olíuskorti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ágúst Ólafur: „Hugsið ykkur sorg þessa barns“

Ágúst Ólafur: „Hugsið ykkur sorg þessa barns“