fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Bæjarstjórinn í Vogum gagnrýndur fyrir að búa ekki þar – „Þetta, ásamt öðru, mun þetta verða E- listanum til ævarandi skammar“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 6. mars 2021 10:21

Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri. Mynd: Vogar.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gagnrýni hefur komið upp í Facebook-hópi íbúa í Vogum á þá staðreynd að Ásgeir Eiríksson, bæjarsjóri  Sveitarfélagsins Voga, býr ekki á staðnum.

Sveitarfélagið hefur eins og önnur samfélög á Suðurnesjum verið töluvert í fréttum vegna jarðskálfta og möguleika á eldgosi. Hafa nú verið birt drög að rýmingarætlun með mögulegar náttúruhamfarir í huga.

E-listi hefur meirihluta í bæjarstjórn í Vogum en aðrir listar sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn eru  D-listi og L-listi. Íbúi sem vekur máls á búsetu bæjarstjórans í Facebook-hópnum skrifar eftirfarandi:

„Maðurinn býr ekki í sveitarfélaginu sem hann stjórnar. Ég átti tal við fólk frá Grindavík í gær sem varð reitt fyrir okkar hönd þegar ég sagði manninn ekki búa í sveitarfélaginu og sagði þetta myndi aldrei líðast í þeirra samfélagi.

Þetta er ekki manninum um að kenna, enda skiptir þetta hann engu máli þar sem þetta er einungis hans vinna, heldur hlýðir þeim sem honum stjórna. Þetta, ásamt öðru, mun þetta verða E- listanum til ævarandi skammar og þeirra sem þar stjórna.“

Raunar mælist þessi gagnrýni misjafnlegar fyrir í hópnum og einn skrifar: „Ásgeir er flottur bæjarstjóri, það er alltaf verið að betrumbæta.“ Öðrum þykir blóðugt að bæjarstjórinn borgi ekki útsvar til sveitarfélagsins Voga heldur til annars sveitarfélags.

25 mínútna akstur í vinnuna

Þess má geta að á já.is er Ásgeir skráður til heimilis í Vogum. Í þjóðskrá er hins vegar enginn með nafninu Ásgeir Eiríksson skráður með lögheimili þar. DV hafði samband við Ásgeir vegna málsins og staðfesti hann að hann búi ekki lengur í Vogum:

„Ég hef bara ekki breytt skráningunni frá því ég flutti úr Akurgerðinu. En það er engin launung á því að ég bý ekki lengur þar. Ég bý í Kópavoginum,“ segir Ásgeir.

Hann kannast við gagnrýnina. „Ég hef alveg heyrt af henni. Þetta er auðvitað bara eitthvert samkomulag milli mín og minna yfirmanna og engin leynd hvílir yfir því,“ bætir hann við og segir að það sé annarra að svara fyrir það hvort þetta sé óæskilegt.

Aðspurður segist hann verja vinnudeginum í Vogum. „Að sjálfsögðu. Þetta er mín vinnustöð og það tekur mig 25 mínútur að keyra í vinnuna.“

DV spurði hann í leiðinni út í stöðuna í Vogum varðandi jarðskjálfta og hættu á gosi:

„Það er allt rólegt núna, það var þarna hvellur á miðvikudaginn þegar skjálftarnir voru mestir okkar megin en síðan hafa þeir færst suður á bóginn og nær Grindavík. Við birtum drög að rýmingaráætlun í gær og hún verður vonandi endanleg fljótlega. Lögregla og Almannavarnir halda utan um þessa vinnu en við skrifum bara það sem að okkur snýr inn í þetta plagg. Þetta er allt tilbúið hjá okkur og ég á ekki von á öðru en plaggið í heild sinni verði tilbúið á næstunni.“

Þess má geta að í engri sviðsmynd sem Veðurstofan og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands hafa dregið upp varðandi goshættu er því spáð að hraun renni yfir byggð í Vogum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega