fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Guðni segist ekki eiga í deilum við Olgu – „Hún kýs hins vegar að dansa skítugan dans í sínum skrifum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 3. mars 2021 11:50

Ritstjórarnir tveir, Guðni og Olga. Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Gíslason, ritstjóri Fjarðarfrétta, er ósáttur við pistil Olgu Bjartar Þórðardóttur, ritstjóra Hafnfirðings, og hann er einnig ósáttur við fréttafluning DV af deilum þeirra. Olga segist hafa þurft að þola stöðugar ásakanir um að vera auðmjúkur þjónn pólitískra afla í fjögur ár, án þess að gagnrýnandi hennar, ritstjóri Fjarðarfrétta, hafi nokkurn tíma samband við hana til að fá svör fyrir umfjöllun Fjarðarfrétta um hana.

Sjá einnig: Hatrammar deilur ritstjóranna í Hafnarfirði – „Lengst af hélt ég að aðferðir hans dæmdu sig sjálfar, en nú er mælirinn fullur“

Guðni hefur deilt mjög á kaup stofnana í Hafnarfirði á kynningarefni í Hafnfirðingi, blaði Olgu, og hann fór hörðum orðum um styrkveitingu til Hafnfirðings upp 455 þúsund krónur frá úrræði sem ætlað er landsbyggðarmiðlum en ekki fjölmiðlum á höfuðborgarsvæðinu. Sú styrkveiting er tilkomin vegna mistaka sem sögð eru vera í leiðréttingarferli.

Olga vandaði Guðna ekki kveðjurnar í pistli sínum í gær en þar segir meðal annars:

„Ég hef ekki lengur tölu á því hversu oft útgefandi og ritstjóri Fjarðarfrétta hefur á undanförnum þremur til fjórum árum gengið í veg fyrir mig, og ruðst fram fyrir mig þegar ég er á vettvangi að taka myndir. Og já, það eru vitni að dólgshættinum. Á skemmtun í sal í Reykjavík fyrir um ári rauk hann yfir dansgólfið, greip í hendurnar á mér til að dansa við mig í hringdans upp á gamla mátann, þótt hann ætti ekki að vera dansherra minn – og stakk í dansinum upp á samstarfi bæjarmiðlanna okkar. Þannig gætum við skipt kökunni með okkur sem væri auglýsingamarkaðurinn í Hafnarfirði.“

Sakar Olgu um lygar og vanþekkingu á hringdansi

Þessum ásökunum um óumbeðinn dans og tilboð um markaðsssamstarf svarar Guðni svo í nýjum pistli á vef Fjarðarfrétta:

„Hún kýs hins vegar að dansa skítugan dans í sínum skrifum sem DV lepur upp og er dansinn heldur taktlaus og óspennandi. Ekki síst þegar hún lýsir vanþekkingu sinni á hringdansi á balli þar sem hún kýs líka að þakka fyrir dansinn með hreinum lygum um boð um að deila auglýsingamarkaðinum.“

Olgu og Guðna greinir mjög á um eðli þeirra kynningargreina sem hún hefur birt í samráði við stofnanir Hafnarfjarðarbæjar. Greinarnar eru sérmerktar sem samstarfsverkefni og Olga lítur á þær sem faglegt kynningarefni. Guðni flokkar það hins vegar undir áróður, eða eins og hann segir í pistli sínum:

„Ég hef líka gagnrýnt að Hafnarfjarðarbær kaupi greinar í Hafnfirðingi sem lætur það líta út eins og hverjar aðrar fréttir í blaðinu ef undan er skilið er lítil merking um samstarf. Það varð uppi fótur og fit í Reykjanesbæ þegar þáverandi bæjarstjóri varð uppvís að því að greiða bæjarmiðli þar ákveðna upphæð á mánuði til að skrifa jákvætt um skólastarf í bænum. Svona kaup á skriftum mætti maður helst búast við í einræðisríkjum en meirihlutanum finnst þetta eðlilegur gjörningur.“

Segir skattfé misnotað

Guðni undirstrikar að gagnrýni hans beinist ekki að Olgu heldur yfirvöldum. Engar deilur séu í gangi milli sín og Olgu. Það sé líka rangt hjá henni að hún leiki eitthvert aðalhlutverk í fréttaflutningi Fjarðarfrétta. Guðni segir skattfé Hafnfirðinga notað til að kaupa greinar sem séu bæjarstjórnarmeirihlutanum þóknanlegar og að auglýsingakaupum bæjarins sé deilt ójafnt milli miðlanna tveggja, Fjarðarfrétta og Hafnfirðings:

„Hún hefur óhjákvæmilega blandast inn í gagnrýni mína á meirihlutann í bæjarstjórn Hafnarfjarðar sem hefur kosið að deila mjög misjafnt auglýsingakaupum sínum til hafnfirskra miðla. Sökin liggur ekki hjá henni og því hefur ekki verið haldið fram hér

Hún hefur óhjákvæmilega blandast inn í gagnrýni mína á meirihlutann í bæjarstjórn Hafnarfjarðar sem hefur kosið að deila mjög misjafnt auglýsingakaupum sínum til hafnfirskra miðla. Sökin liggur ekki hjá henni og því hefur ekki verið haldið fram hér.

Ég hef líka gagnrýnt að Hafnarfjarðarbær kaupi greinar í Hafnfirðingi sem lætur það líta út eins og hverjar aðrar fréttir í blaðinu ef undan er skilið er lítil merking um samstarf. Það varð uppi fótur og fit í Reykjanesbæ þegar þáverandi bæjarstjóri varð uppvís að því að greiða bæjarmiðli þar ákveðna upphæð á mánuði til að skrifa jákvætt um skólastarf í bænum. Svona kaup á skriftum mætti maður helst búast við í einræðisríkjum en meirihlutanum finnst þetta eðlilegur gjörningur.“

Guðni fer einnig yfir styrkveitingarmálið áðurnefnda og gagnrýnir harðlega að Hafnarfjarðarbær hafi sjálfur gefið út jólablað með ærnum tilkostnaði.

Grein Guðna má lesa hér

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki