fbpx
Fimmtudagur 01.október 2020
Eyjan

Afstaða lífeyrissjóðanna getur veikt krónuna enn frekar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. september 2020 08:00

Það verður slegist um evrurnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í næstu viku rennur samkomulag lífeyrissjóðanna við Seðlabankann, um að sjóðirnir gerðu hlé á gjaldeyriskaupum vegna erlendra fjárfestinga, út. Enginn vilji er meðal lífeyrissjóðanna til að framlengja þetta samkomulag og að þeir haldi þar með að sér höndum í erlendum fjárfestingum.

Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að það sé sameiginlegur skilningur forsvarsmanna helstu lífeyrissjóða landsins að samkomulagið verði ekki endurnýjað.

Tilgangur þess var að bregðast við miklum samdrætti í útflutningi vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og stuðla þannig að stöðugleika á gjaldeyrismarkaði.

Gengi krónunnar gagnvart evru hefur veikst um liðlega 20% á árinu og það þrátt fyrir að lífeyrissjóðirnir hafi að mestu gert hlé á erlendum fjárfestingum síðustu sex mánuði. Seðlabankinn hefur selt rúmlega 200 milljónir evra úr gjaldeyrisforða sínum frá upphafi faraldursins og þannig haldið aftur af enn frekari gengisveikingu.

Á undanförnum árum hafa lífeyrissjóðirnir aukið erlendar fjárfestingar sínar mikið og nema gjaldeyriskaup þeirra að meðaltali um 10 milljörðum króna á mánuði. Markaður Fréttablaðsins segir að ef gjaldeyriskaup sjóðanna verði með svipuðum hætti þegar samkomulagið við Seðlabankann rennur út geti það að öllu óbreyttu skapað mikinn þrýsting á gengi krónunnar.

Í lok ágúst sagði Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, í samtali við Fréttablaðið að hann gerði ráð fyrir að sjóðirnir myndu áfram sýna samfélagslega ábyrgð í gjaldeyriskaupum svo lengi sem heimsfaraldurinn vari.

„Ég held að fæstir vilji að sjóðurinn sem þeir greiða í standi í gjaldeyriskaupum sem veikja gengið og skapa óstöðugleika og verðbólgu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Viðreisn: „Meinsemd íslenskra stjórnmála er kjarkleysi „

Viðreisn: „Meinsemd íslenskra stjórnmála er kjarkleysi „
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorgerður Katrín endurkjörin

Þorgerður Katrín endurkjörin