fbpx
Mánudagur 28.september 2020
Eyjan

Hafna tillögu um greiðslur til foreldra langveikra barna og tímabundna hækkun grunnatvinnuleysisbóta

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 3. september 2020 17:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag felldu þingmenn ríkstjórnarflokkanna breytingartillögu Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, við frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félagsmálaráðherra, um vinnumarkaðaðgerðir.

Breytingartillagan varðaði annars vegar tímabundna hækkun grunnatvinnuleysisbóta og hins vegar tillögu um að heimild til greiðslu launa í sóttkví yrði látin ná til foreldra langveikra og mikið fatlaðra barna þegar foreldrar geta ekki sinnt vinnu vegna sóttvarnaráðstafana sem leiða til skerðingar á þjónustu eða lokunar skóla hjá börnunum.

„Þetta er jafnréttismál og þetta er stórt mannréttindamál! Ég hvet stjórnarliða til að sýna hugrekki og styðja þetta. Þetta er algjört prisnipmál.“ Sagði Helga Vala fyrir atkvæðagreiðsluna.

Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri Grænna sagði að mál langveikra barna væru að sjálfsögðu mikilvæg, en að þau flokkist ekki sem sóttvarnarmál.

27 sögðu já við breytingartillögunni, 32 sögðu nei og 4 voru fjarverandi. Stjórnarandstaðan kaus með, en stjórnarliðar á móti.

Hér er hægt að nálgast breytingartillöguna

Hér er hægt að nálgast upplýsingar um atkvæðagreiðsluna

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristján hjólar í atvinnurekendur- „Þetta hefur þú aldrei lesið í fréttum“

Kristján hjólar í atvinnurekendur- „Þetta hefur þú aldrei lesið í fréttum“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur Einar leggur til styttingu á tökutímabili fæðingarorlofs – Aðeins einn mánuður til skiptana

Ásmundur Einar leggur til styttingu á tökutímabili fæðingarorlofs – Aðeins einn mánuður til skiptana