fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

„Hér kemur óumbeðinn ritdómur um sjónvarpsþáttinn Ráðherrann“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 28. september 2020 10:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur þáttaröðina Ráðherranna sem nú er sýndur á RÚV ekki gefa raunsanna mynd af stjórnmálum á Íslandi og telur gæði þáttanna ekki mikil. Þetta kemur fram í „óumbeðnum ritdóm“ sem hann birti á Facebook rétt í þessu.

„Hér kemur óumbeðinn ritdómur um sjónvarpsþáttinn Ráðherrann. Hann var saminn í stúkunni hjá Prúðuleikurunum þar sem ég átti náðuga stund með Jóni Viðari,“ skrifar þingmaðurinn og að vanda er stutt í grínið hjá Brynjari sem ítrekað hefur verið nefndur af bæði þingmönnum meirihluta sem og minnihluta sem skemmtilegasti þingmaðurinn.

Brynjar mótmælir því sem sumir kollegar hans hafa sagt um þættina, að þeir gefi raunsanna mynd af því hvernig stjórnmálin á Íslandi virka bak við tjöldin og vísar meðal annars í umsögn sem Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gaf um þáttinn í umfjöllun DV um helgina.

„Nú er kannski ekki ljóst hvort þessum sjónvarpsþætti var ætlað að varpa ljósi á stjórnmál á Íslandi og hvernig hlutirnir gerast undir yfirborðinu. Hafi það verið ætlunin mistókst það herfilega og þarf ekki frekari sannana við í þeim efnum en að Birni Leví skyldi finnast þættirnir vera nærri veruleikanum í íslenskum stjórnmálum.“

Eins kannast Brynjar ekki við allt þetta kynlíf sem þættirnir vilja meina að sé hluti af stjórnmálunum, en viðurkennir Brynjar þó að slíkt gæti hafa farið framhjá honum.

„Verst hvað öll þessi gredda og kynlíf í stjórnmálum hafa farið framhjá mér. Það kunna þó að vera eðlilegar skýringar á því.“

Gæði þáttanna eru ekki mikil að mati Brynjars. Hvorki handritið né persónusköpunin hljóta náð í augum þingmannsins.

„Handritið er klént, eins og einhver myndi segja, og persónurnar flestar ósannfærandi. Á það einkum við Ráðherrann sjálfan. Leikurinn er samt þokkalegur, sérstaklega hjá Þorvaldi Davíð, sem er afar sannfærandi. Hann er sennilega bestur íslenskra leikara um þessar mundir þótt að hann leiki lítið. Svo er hún Elva Ósk alltaf svo góð og sjarmerandi.“

Brynjar setur einnig út á hljóðið í þáttunum, nokkuð sem hann telur í ólagi í flestum íslenskum sjónvarpsþáttum. Nema það sé þá heyrnin hans sem farið sé að förla.

„Eins og í öllum íslenskum sjónvarpsþáttum er hljóðið þannig að ég heyri oft ekki nema annað hvert orð. Heyrði þótt betur í öðrum þætti í gær. Ástæðan kann að vera önnur en sú að hljóðið sé lélegt án þess að farið sé nánar út í það.“

En ekki eru þættirnir þó alslæmir að mati Brynjars.

„Þrátt fyrir þetta allt má hafa gaman af Ráðherranum. Er það ekki tilgangurinn?“

 

Sjá einnig: Þetta fannst ráðherrunum um Ráðherrann

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG