fbpx
Miðvikudagur 28.október 2020
Eyjan

Kristján hjólar í atvinnurekendur- „Þetta hefur þú aldrei lesið í fréttum“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 24. september 2020 17:00

Kristján Þórður Snæbjarnarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður RSÍ og varaforseti ASÍ skrifaði pistil sem birtist á Vísi í dag. Þar fer hann hörðum orðum um atvinnurekendur og Samtök atvinnulífsins. Hann segir að þau tali gjarnan um að samtökin hafi aldrei sagt og muni aldrei segja að það sé gott svigrúm til launahækkana.

„Nei þetta hefur þú aldrei lesið í fréttum. Þetta munt þú líklega aldrei lesa í fréttum. Aldrei nokkurntímann hafa atvinnurekendur sagt að það sé gott svigrúm til þess að hækka laun. Á góðæristímum þá eru blikur á lofti. Á þenslutímum er ætíð óvissa framundan og líkur á að eitthvað slæmt gerist ef laun verða hækkuð. Á krepputímum þá er ekki svigrúm til launahækkana. Á „venjulegum“ tímum er ekki svigrúm til launahækkana að mati fyrirtækjanna því það sé ekki nægt súrefni í atvinnulífinu (vantar þensluna). Við þekkjum þessar fyrirsagnir fulltrúa atvinnurekenda.“

Kristján spyr sig út í það að Samtök atvinnulífsins tali um forsendubrest, en segist ekki vita hver sá forsendubrestur sé.

„Nýjasti frasinn hjá Samtökum atvinnulífsins, jafnvel með góðum stuðningi fyrrverandi starfsfólks samtakanna, er að nú séu ekki forsendur fyrir launahækkunum, það sé forsendubrestur.

Hvaða forsendubrestur er það sem verið er að vísa í?

Kjarasamningar voru gerðir fyrrihluta árs 2019 sem gilda til loka árs 2022. Samningarnir innihalda forsenduákvæði sem snúa að því að tryggja að kaupmáttur launa aukist, stýrivextir lækki verulega og að efndum stjórnvalda í tengslum við kjarasamningana. Þar er ekkert talað um svigrúm til launahækkana. Því er ekki forsendubrestur á þeim forsendum sem atvinnurekendur eru að blása út í tómið þessa dagana.“

Að lokum ræðir Kristján verðtrygginguna og spyr hvort að Samtök atvinnulífsins vilji banna hana. Þá segist hann ekki ætla að bíða eftir fyrirsögninni „Gott svigrúm er til launahækkana almenns launafólks að mati Samtaka atvinnulífsins“, í staðinn ætlar hann að standa vörð um réttindi launafólks.

„Aldrei nokkurn tímann hefur SA krafist þess að banna ætti verðtrygginguna. Eru samtök atvinnulífsins núna að komast á þann stað að þau telji ástæðu til að banna verðtrygginguna? Ætli Samtök atvinnulífsins séu að komast á þann stað í skoðunum að það þurfi að fara að tryggja að verðmætunum verði skipt með réttlátum hætti í samfélaginu?

Ég hlakka til að sjá fyrirsögnina sem hlýtur að blasa við fljótlega og gæti hljómað svo „Gott svigrúm er til launahækkana almenns launafólks að mati Samtaka atvinnulífsins“.

Nei ég mun ekki halda niðri í mér andanum og bíða eftir því. Við þurfum að standa vörð um hagsmuni launafólks. Hagur fyrirtækjanna veltur alfarið á því hver fjárhagsleg staða launafólks er á þessum samdráttartímum. Með innlendri verslun og innlendri neyslu höldum við hjólunum gangandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Iðnaður gæti orðið helsti drifkraftur viðspyrnu eftir heimsfaraldurinn

Iðnaður gæti orðið helsti drifkraftur viðspyrnu eftir heimsfaraldurinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kæra útboð borgarinnar á uppsetningu hleðslustöðva

Kæra útboð borgarinnar á uppsetningu hleðslustöðva