fbpx
Miðvikudagur 28.október 2020
Eyjan

Álfrún spyr hvort það sé kominn tími til að ræða gereyðingarvopn

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 22. september 2020 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í til­efni alþjóðlega friðardags­ins í dag velti ég því fyr­ir mér hvort minni umræða um ör­ygg­is­mál þýði að heim­ur­inn sé friðsam­ari en áður.“

Svona hefst pistill sem Álfrún Perla Baldursdótti, þáttakandi í ACONA-fræðasam­fé­lag­inu (The Arms Control Negotiati­on Aca­demy), skrifar en ACONA-fræðisamfélagið er sam­starfs­verk­efni á milli samn­inga­tækni­deild­ar Har­vard-há­skóla, Höfða friðar­set­urs og fleiri alþjóðlegra rann­sókna­stofn­anna um af­vopn­un­armál og alþjóðlega samn­inga­tækni. Pistillinn birtist í Morgunblaðinu með yfirskriftinni „Kominn tími til að ræða gereyðingarvopn?“.

„Eft­ir kalda stríðið hef­ur al­menn umræða um af­vopn­un­ar­mál og kjarn­orku­vopn minnkað og næst­um horfið hér á landi. Kann­an­ir sýna að al­menn­ing­ur í Evr­ópu hef­ur helst áhyggj­ur af ör­yggi tengdu farsím­an­um sín­um en langt­um aft­ar á list­an­um eru áhyggj­ur af kjarn­orku­vopn­um og öðrum gereyðing­ar­vopn­um,“ segir Álfrún í pistlinum.

Álfrún segir að ef til vill mætti halda að minni umræða og minni hræðsla við slík vopn þýddi að heim­ur­inn væri nú orðinn ör­ugg­ari staður en áður. „Helstu sérfræðing­ar í af­vopn­un­ar­mál­um halda því hins veg­ar fram að stríð milli ríkja með kjarn­orku­vopn­um hafi aldrei verið lík­legra,“ segir hún og bætir við því að ástæðurnar fyr­ir því séu nokkr­ar.

„Þar má nefna aukn­ar lík­ur á átök­um milli kjarn­orku­ríkja, fyr­ir mis­tök eða ekki, í öðrum ríkj­um eins og til dæmis Sýr­landi. Einnig má nefna óskýr­ar lín­ur stríðs og friðar með til­komu nýrra vopna eins og netárása, fals­frétta og íhlut­ana í kosn­ing­um annarra ríkja. Þá hef­ur skap­ast mik­il óvissa um framtíð vopna­tak­mark­ana með enda­lok­um samn­ings­ins um tak­mörk­un meðaldrægra kjarnaflauga (INF-samn­ing­ur­inn), úr­sögn Banda­ríkj­anna úr samn­ingn­um um opna loft­helgi (Open Skies-samn­ing­ur­inn) og óvissa um framtíð nýja START-samn­ings­ins.“

Samkvæmt Álfrúnu þá stöndum við frammi fyrir þeim veruleika að ef ekki verður gripið til aðgerða gætu fljót­lega eng­ir af­vopn­un­ar­samn­ing­ar verið í gildi í heiminum í fyrsta skipti síðan á sjö­unda ára­tug síðustu ald­ar. „Að lok­um má nefna að aðrar áhyggj­ur ör­ygg­is­sér­fræðinga eru að al­menn­ing­ur sé orðinn ómeðvitaðri um ör­ygg­is­mál en áður. Það mætti því segja að auk­in umræða hér á landi sem og ann­ars staðar um af­vopn­un­ar- og ör­ygg­is­mál sé grund­völl­ur fyr­ir því að skapa friðsam­ari heim. All­ir geta því lagt sitt af mörk­um með því að taka þátt í umræðunni og veita stjórn­völd­um aðhald og eft­ir­lit.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Iðnaður gæti orðið helsti drifkraftur viðspyrnu eftir heimsfaraldurinn

Iðnaður gæti orðið helsti drifkraftur viðspyrnu eftir heimsfaraldurinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kæra útboð borgarinnar á uppsetningu hleðslustöðva

Kæra útboð borgarinnar á uppsetningu hleðslustöðva