fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Sjúkrahúsprestur Þjóðkirkjunnar: „Kirkjan ekki tekið neina afstöðu til dánaraðstoðar“

Heimir Hannesson
Mánudaginn 21. september 2020 20:04

mynd/skjáskot Hringbraut

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir, guðfræðingur og sjúkrahúsprestur Þjóðkirkjunnar, sagði í kvöld í samtali við Lindu Blöndal í þættinum 21 á Hringbraut að hún hafi orðið hissa yfir skilgreiningu á líknarmeðferð sem ein tegund dánaraðstoðar. Skýrslan sem Guðlaug vísar í er skýrsla Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um dánaraðstoð.

Sagði Guðlaug að ekki væri rétt að flokka líknarmeðferð undir dánaraðstoð, enda um að ræða allt annan hlut. „Í skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar þá er líknarmeðferð ekki skilgreind á þennan hátt“, segir Guðlaug Helga og bendir á að þessi skilgreining sé ekki notuð á líknardeildum hér á landi.

Guðlaug Helga sagði jafnframt að málefnið væri flókið og að miklu máli skipti að farið væri með hugtökin af vandfærni. Hugtakið dánaraðstoð er tiltölulega nýtt af nálinni segir Guðlaug og er ætlað að koma í stað orðsins „líknardráp.“ Líknarmeðferð, segir hún, er heildræn meðferð fyrir manneskjuna um hvernig unnið er með manneskju sem er að takast á við lífsógnandi sjúkdóma. „Hvernig hægt er að nálgast hana með þeim hætti, að veika manneskjan er skoðuð heildrænt eða líkamlegum þörfum er mætt og þær metnar,“ segir Guðlaug. „Líknandi meðferð er miklu meira en einungis að lina þjáningar lífhættulega veikra með lyfjum.“

Þjóðkirkjan ekki myndað sér afstöðu

Guðlaug Helga sagði Þjóðkirkjuna ekki hafa myndað sér afstöðu til dánaraðstoðar. Aðspurð um nýlega Gallup könnun þar sem kom fram að um 80% þjóðarinnar styðji dánaraðstoð, segir hún að önnur niðurstaða geti komið í ljós þegar á hólminn er komið, og þegar umræðan er orðin meiri.

Guðlaug Helga, guðfræðingur og sjúkrahúsprestur er formaður Lífsins – Samtaka um líknarmeðferð og hefur starfað við öldrunarþjónustu hjá Reykjavíkurborg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus