fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Sakar Katrínu um blekkingar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 21. september 2020 09:31

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, fyrrverandi ritari Samfylkingar, sakar Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um blekkingar í umræðunni um hælisleitendur, í tengslum við mál egypsku Kehdr-fjölskyldunnar sem nú fer huldu höfði í landinu eftir að mistókst að framkvæma brottflutning hennar frá landinu í síðustu viku.

Mitt í umræðunni um málefni fjölskyldunnar birti Katrín grein þar sem bent var á að hlutfall samþykktra um alþjóðlega vernd hér á landi væri komið upp í 63% en það var 10% árið 2017.

Katrín skrifar þessa aukningu á stefnu ríkisstjórnarinnar. Óskar segir þetta vera blekkingu. Aukningin hafi ekkert að gera með ákvæði í stjórnarsáttmála eða stefnubreytingu ríkisstjórnarinnar heldur samsetningu þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd, eða eins og Óskar segir: „Fækkun verndarumsókna frá öruggum ríkjum, fjölgun umsókna frá Venesúela og afleiðingar COVID-faraldursins.“

Óskar bendir á að árið 2017 hafi 66% umsókna um alþjóðlega vernd komið frá öruggum ríkjum, en slíkar umsóknir eru ekki teknar til efnislegrar meðferðar. Síðan þá hafi umsóknum frá Venesúela fjölgað mikið en aðeins ein slík umsókn hafi borist 2017. Þær eru hins vegar 126 það sem af er þessu ári. „Útlendingastofnun hefur samþykkt 99% allra verndarumsókna frá Venesúela, en það er í samræmi við tilmæli Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna um að annað hvort veita hælisleitendum frá Venesúela alþjóðlega vernd eða mannúðarleyfi vegna stöðunnar sem uppi er þar í landi,“ segir Óskar.

Óskar segir að þegar undanskildar eru umsóknir frá öruggum ríkjum og Venesúela sé hlutfall samþykktra umsókna eftirfarandi: 28% árið 2917, 29% árið 2018, 27% árið 2019 og 55% það sem af er þessu ári.

Þessar tölur sýna óneitanlega mikla aukningu samþykktra umsókna á þessu ári en Óskar bendir á að vegna ferðatakmarkana í Covid-faraldrinum hafi mörg Evrópuríki lokað á endursendingar umsækjenda um alþjóðlega vernd og því hafi Útlendingastofnun neyðst til að taka til efnislegrar umfjöllunar umsóknir fólks sem hafði áður sótt um vernd annars staðar:

„Í kjölfar COVID-faraldursins settu flest Evrópuríki á ferðatakmarkanir og mörg hver lokuðu tímabundið fyrir endursendingar umsækjenda um alþjóðlega vernd. Vegna þessa varð Útlendingastofnun að taka til efnislegrar meðferðar umsóknir fólks sem hafði áður sótt um eða hlotið vernd í öðrum ríkjum. Það er óljóst hver áhrifin af þessu verða en fram hefur komið að þessi ráðstöfun gæti haft áhrif á mál 225 einstaklinga sem annars hefðu ekki hlotið vernd hér á landi. Þarna er enn eitt dæmið um ytri aðstæður sem draga upp hlutfall samþykktra umsókna.“

Óskar segir að framsetning Katrínar í þessu máli sé dæmi um upplýsingaóreiðu. Hann segir:

„Mynd Katrínar Jakobsdóttur af hlutfallslegri fjölgun samþykktra verndarumsókna sem „árangur“ VG á kjörtímabilinu fellur vel í kramið hjá stuðningsfólki flokksins sem finnst erfitt að horfa upp á stálhnefastefnu Sjálfstæðisflokksins ráða för við ríkisstjórnarborðið. En þegar öllu er á botninn hvolft og öllum steinum velt við kemur blekkingin í ljós. Þessi stórkostlega hækkun á hlutfalli samþykktra umsókna er ekki afleiðing af stefnu Vinstri grænna, eins og forsætisráðherra heldur fram í færslu sinni, heldur skýrist hún af breyttri samsetningu á uppruna umsækjenda annars vegar og áhrifum COVID-faraldursins hins vegar.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Í gær

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun