fbpx
Mánudagur 26.október 2020
Eyjan

Nokkur spjót standa á Dóru Björt fyrir ummælin um Eyþór og miðbæinn á Selfossi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 21. september 2020 12:56

Dóra Björt Guðjónsdóttir. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, gagnrýnir Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúi Pírata, harðlega fyrir ummæli hennar um Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, og tengsl hans við Samherja.

Dóra staðhæfði að Eyþór hefði keypt hlut Samherja í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, án þess að greiða fyrir hlutinn, og þar með hefði hann fengið hundruð milljóna gefins hjá Samherja. Þetta vekti grunsemdir um að Eyþór kynni að hafa haft áhrif á það að Kristján Vilhelmsson, stór eigandi í Samherja, hafi fengið að kaupa upp lóðir og húsnæði á Selfossi í stórum stíl og að skipulag nýs miðbæjar á Selfossi hefði verið samþykkt, en þar mun félag Samherjaeigandans verða stórtækt í uppbyggingu. Rétt er að Eyþór hefur ekki greitt fyrir hlutinn í Árvakri sem var keyptur fyrir svonefnt seljendalán en greiðslur taka mið af rekstrarárangri Árvakurs sem hefur verið með þeim hætti að Eyþór hefur ekki þurft að greiða Samherja fyrir hlutinn enn.

Um málflutning Dóru um Eyþór segir Björn á bloggsíðu sinni í dag:

„Þriðjudaginn 15. september 2020 var á dagskrá borgarstjórnar liður um hagkvæmt húsnæði fyrir almennan markað. Til máls tók Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata. Þar setti hún fram þá samæriskenningu að Samherji hefði fjárhagsleg tök á Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins. Þetta sjáist á eignarhaldi á Morgunblaðinu og nýjum miðbæ á Selfossi á kostnað Samherja, nýi miðbærinn sé verk Eyþórs.

Þarna raðar Píratinn saman einhverjum brotum sem hún telur sig þekkja og býr til kenningu í þeim tilgangi einum að ófrægja annan borgarfulltrúa. Eyþór sat ekki í bæjarstjórn Selfoss þegar íbúar þar samþykktu að miðbærinn skyldi rísa. Vinstriflokkar á Selfossi stóðu að því að búa í haginn fyrir miðbæinn í þágu fjárfesta.

Það var einfaldlega engin innstæða fyrir samsæriskenningu Píratans. Dóra Björt fór með rangt mál eins og Dagur B. þegar hann ætlaði að kenna Minjastofnun um eigin vandræði vegna Sundabrautar.“

Álfheiður hafnar fullyrðingum Dóru

Álfheiður Eymarsdóttir, samherji Dóru Bjartar í Pírötum og bæjarfulltrúi í Árborg, hafnar fullyrðingum Dóru Bjartar um aðkomu Eyþórs að miðbæjarskipulaginu á Selfossi. Í yfirlýsingu um málið fer Álfheiður vissulega vinsamlegum orðum um Dóru Björt og hrósar henni fyrir að draga fram í dagsljósið tengsl Eyþórs við Samherja:

„Ég styð Dóru Björtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata, í baráttu hennar fyrir því að oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík geri fyllilega grein fyrir fjármálum sínum og viðskiptum. Stjórnmál og viðskipti fara illa saman. Traust og trúverðugleiki kjörinna fulltrúa verður að vera hafinn yfir allan vafa. Það er enn spurningum ósvarað um viðskipti Eyþórs og Samherja.“

Á hinn bóginn er ljóst að Álfheiður lítur ekki svo á að Samherji sé að fjárfesta á Selfossi í gegnum Kristján Vilhelmsson og hún hafnar því að Eyþór hafi haft afskipti af því hvernig mál hlutuðust til með skipulag nýs Miðbæjar, sem hafi ekkert með tengsl Eyþórs við Samherja að gera:

„Íbúakosningarnar voru hvorki vafasamar né keyptar. Það er rangt. Þó er bagalegt að stuðst hafi verið við ódrengilega kynningu á verkefninu í aðdraganda kosninganna, sem sektað var fyrir vegna brota á upplýsingarétti almennings. Áróðursstríð eru hvimleiður hluti af lýðræðinu og ójöfn fjárhagsstaða þátttakenda skekkir oft leika. Ég tel þó umrædda kynningu, sem Sigtún þróunarfélag keypti á Hringbraut, ekki hafa riðið baggamuninn.

Aðaleigendur Sigtúns þróunarfélags sem stendur að uppbyggingu miðbæjarins eru Leó Árnason og Kristján Vilhelmsson, einn aðaleigandi Samherja. Ég geri greinarmun á fyrirtækinu Samherja og einstaklingnum Kristjáni Vilhelmssyni og lái mér hver sem vill. Mér vitanlega hefur fyrirtækið Samherji ekki komið nálægt miðbænum á Selfossi eða staðið í lóðakaupum í Árborg.

Skipulagstillögurnar og hugmyndir Sigtúns þróunarfélags komu fyrst inn á borð bæjarstjórnar í Árborg árið 2015, ári eftir að Eyþór Arnalds hverfur úr stjórn sveitarfélagsins. Skipulag og hugmyndir sem Eyþór vann að og talaði fyrir voru aðrar en þær sem kosið var um 2018. Það er margt gagnrýnivert við almennt verklag skipulagsmála sveitarfélaga og þá sérstaklega aðkomu einkafyrirtækja að þeim. Það er margt sem hefði betur mátt fara í málatilbúnaði og undirbúningi að uppbyggingu miðbæjarins á Selfossi. En sú gagnrýni tengist viðskiptum Eyþórs og Samherja ekki neitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sakar fólk um að tengja allt lögreglufólk við rasisma – „Óhugnanlegt að sjá hvernig ráðist er á konuna“

Sakar fólk um að tengja allt lögreglufólk við rasisma – „Óhugnanlegt að sjá hvernig ráðist er á konuna“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir frítt áfengi vera ástæðuna fyrir því að borgarstarfsmenn vilja aðstöðu á Vinnustofu Kjarvals – „Svarið er Hennessy VSOP“

Segir frítt áfengi vera ástæðuna fyrir því að borgarstarfsmenn vilja aðstöðu á Vinnustofu Kjarvals – „Svarið er Hennessy VSOP“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Leví: „Við því segi ég: Bull“

Björn Leví: „Við því segi ég: Bull“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Alvotech fær níu milljarða í aukið hlutafé

Alvotech fær níu milljarða í aukið hlutafé
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Björn Ingi segir skrifstofufólk hafa leyft opnun líkamsræktarstöðva

Björn Ingi segir skrifstofufólk hafa leyft opnun líkamsræktarstöðva
Eyjan
Fyrir 1 viku

Katrín segir almenning hafa verið svikinn – „Hrægammar sem græða svo á neyðinni“

Katrín segir almenning hafa verið svikinn – „Hrægammar sem græða svo á neyðinni“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flóðbylgja bréfatkvæða og flóknar og mismunandi reglur í bandarísku forsetakosningunum

Flóðbylgja bréfatkvæða og flóknar og mismunandi reglur í bandarísku forsetakosningunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sólveig ræddi launaþjófnað í Silfrinu – Samtök atvinnulífsins á móti sektarákvæðum

Sólveig ræddi launaþjófnað í Silfrinu – Samtök atvinnulífsins á móti sektarákvæðum