fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Segir að Tommi á Búllunni sé kominn í Flokk fólksins

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 19. september 2020 08:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessa dag­ana er okk­ur í Flokki fólks­ins að ber­ast nýr liðsauki,“ segir Inga Sæland, alþing­ismaður og formaður Flokks fólks­ins, í pistli sínum sem hún birti í Morgunblaðinu í dag. „Fólk geng­ur til liðs við okk­ur og vill vera með.“

Inga segir að Tómas Tómasson, veitingamaður sem oftast er kenndur við Búlluna eða Tommaborgara, sé á leiðinni um borð til þeirra. „Tóm­as er afar reynd­ur, bæði úr at­vinnu­líf­inu sem og lífs­ins skóla,“ segir Inga.

„Við verðum að fara að gæta bet­ur að þeirri auðlegð sem býr í eldra fólki. Það að hafa lifað, öðlast reynslu gegn­um súrt og sætt, glímt við áskor­an­ir, kom­ist frá þeim og haft sig­ur er ómet­an­legt. Fólk með slíka reynslu á fullt er­indi í stjórn­mál. Stjórn­mál eiga fyrst og fremst að snú­ast um líf okk­ar allra í sam­fé­lag­inu. Sam­fé­lagið erum við, fólkið sjálft, við öll sem eitt.“

„Þá sparar þjóðin samt kr. 265.000.000“

Tommi á Búllunni hefur ekki verið hræddur við að láta heyra í sér vegna stjórnmála. Tommi hefur nýlega gagnrýnt til dæmis Guðmund Franklín þegar sá síðarnefndi var í framboði til forseta Íslands. „Skil ekki alveg hvað Guð­mundur er að fara með þessu fram­boði sínu. Það hefur aldrei gerst að sitjandi for­seti tapi kosningu. En hann hefur lagt sig allan fram og komið með nógu marga með­mælendur til að upp­fylla skil­yrðin til að vera kjör­gengur,“ sagði Tommi um árið og lagði til að Guðmundi yrði borgað fyrir að sleppa við framboðið, svo þjóðin gæti sparað þær 400 milljónir sem kosningarnar kostuðu.

„Ef ekki að þá verði honum boðnar kr. 145.000.000, sem er ein milljón Banda­ríkja­dollara, gjald­miðill sem hann þekkir, og hann beðinn um að hætta við. Þá sparar þjóðin samt kr. 265.000.000. Gerði hann það fengi hann lítið prik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Birgir í klemmu

Orðið á götunni: Birgir í klemmu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?