fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Segir ásakanir Dóru á sandi reistar – Píratar samþykktu sjálfir skipulagið

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 18. september 2020 11:20

Myndin er samsett úr aðsendri mynd og skjáskoti frá RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leó Árnason, stjórnarformaður Sigtúns þróunarfélags sem stendur að baki uppbyggingu í miðbæ Selfoss, segir ótrúlegt að Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, gangi fram með þeim hætti sem hún hefur gert undanfarna daga með árásum á oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, Eyþór Arnalds.  Píratar hafi sjálfir samþykkt núgildandi aðalskipulag þar sem uppbyggingin var samþykkt.

Leó segir að fyrirtæki hans skoði nú hvort Dóra Björt verði kærð vegna ummæla hennar.

„Þetta eru náttúrulega alveg ótrúlegar ásakanir og alveg ótrúlegt að maður sé að standa að uppbyggingu á miðbæ úti á landi og borgarfulltrúi rís allt í einu upp, notar ræðupúlt í borginni með alla þá athygli sem það fær, til að ráðast á heilt byggðarlag, ráðast á landsbyggðina og uppbygginguna sem þar er með þeim hætti,“ sagði Leó í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Eyþór með enga aðkomu að gildandi skipulagi

Leó bendir á að aðalskipulagið sem gildi í dag sé frá árinu 2018, en ekki frá árinu 2012 líkt og Dóra Björt hafi haldið fram. Þetta séu opinber gögn og það sé staðreynd að árið 2014 hafi Eyþór Arnalds hætt í bæjarstjórn í Árborg og hafi því ekki aðkomu að gildandi aðalskipulagi.

Dóra Björt hefur undanfarið ítrekað vakið máls á meintum tengslum Eyþórs Arnalds og Samherja. Þá einkum að Eyþór hafi þegið mútur frá Samherja í formi hluts í Morgunblaðinu í fjármálagerningi sem hafi tengsl við mútufélag Samherja á Kýpur og að það hafi verið mútur fyrir að liðka um fyrir aðkomu Samherja að uppbyggingunni á Selfossi.

Ekkert Kýpur félag

Leó kannast ekkert við aðkomu félags á Kýpur að uppbyggingunni á Selfossi.

„Þetta er náttúrulega bara kolrangt og helber lygi af þessum borgarfulltrúa […] Félagið sem er að byggja upp miðbæ Selfoss heitir Sigtún þróunarfélag. Það er með aðsetur á Selfossi. Það er með einn bankareikning í Landsbankanum á Selfossi, við verslum í heimabyggð. Þeir sem vilja staðfestingu á þessu geta flett þessu upp á rsk.is

Stærsti eigandinn að Sigtúni sé fyrirtæki sem heitir Austurbæ. Eigendur Austurbæjar eru Leó Árnason og Kristjáns Vilhelmsson. Kristján er gjarnan kenndur við Samherja enda einn af stærstu hluthöfum útgerðarfélagsins. Leó bendir á að hann og Kristján hafi þekkst um langt skeið.

„Við Kristján tengjumst fjölskylduböndum. Mamma mín og konan hans eru systur. Og það hefur verið mikill samgangur í þessari fjölskyldu þrátt fyrir að önnur fjölskyldan býr á Akureyri og hin á Selfossi.“

Leó man sjálfur eftir því þegar Samherji var stofnaður.

„Man það bara við eldhúsborðið þegar foreldrar mínir voru að ræða það að frænka og Stjáni voru búin að veðsetja raðhúsið sitt upp fyrir loftnet til að kaupa einhvern ryðgaðan togara til þess að fara að gera út. Og það hefur gengið vel.“

Samherji með enga aðkomu

Leó og Kristján hafi komið að mörgum fasteignaverkefnum saman í gegnum tíðina og þó svo að Kristján hafi hagnast af hlut sínum í Samherja þá hafi hann sjálfur aðkomu að fasteignaverkefnunum, en geri það ekki í nafni Samherja. Svo ásakanir um að Samherji standi að fjármögnun miðbæjar Selfoss eigi ekki við rök að styðjast.

„Þetta er bara kolrangt. Og ótrúlega alvarleg ásökun. Því hún [Dóra Björt] er ekkert nettröll, þetta er kjörinn fulltrúi“

Píratar samþykktu sjálfir skipulag

Varðandi aðkomu Eyþórs Arnalds að uppbyggingunni þá þvertekur Leó fyrir það. Undirbúningurinn að uppbyggingunni hafi vissulega átt sér stað á meðan Eyþór var í meirihluta sveitarstjórnar en hins vegar sé gildandi aðalskipulag frá árinu 2018.

„Rúmlega fjórum eftir að Eyþór Arnalds hætti á Selfossi. Og það var samþykkt af öllum bæjarfulltrúum meðal annars fulltrúa Pírata í bæjarstjórn svo það hefði verið auðvelt fyrir þennan borgarfulltrúa að hringja austur fyrir fjall og spyrja píratann, bæjarfulltrúann hvenær þetta aðalskipulag var samþykkt“

Þessi fullyrðing Leós fær stuðning í opinberum gögnum en einnig birti bæjarfulltrúi Pírata færslu á Facebook þegar skipulagið var samþykkt árið 2018 sem má sjá hér að neðan.

Til greina kemur að kæra Dóru

Aðspurður segir Leó að Sigtún sé nú að skoða réttarstöðu sína gagnvart ummælum Dóru Bjartar.

„Auðvitað verðum við að svara þessu með einhverjum hætti og ég hef látið lögfræðing athuga réttarstöðu okkar, gerði það í gær. Ég hef ekki fengið nein viðbrögð frá þessari konu […] Á meðan hún sýnir engin merki þess að hún ætli að draga þetta til baka þá verðum við að svara þessu með einhverjum hætti“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG