fbpx
Miðvikudagur 28.október 2020
Eyjan

Opið bréf með áskorun til ráðherra – Verið að draga úr stuðningi við nýsköpun á landinu öllu

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 18. september 2020 12:44

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar og nýsköpunarráðherra, tilkynnti í febrúar um áform sín um að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands næstu áramót.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsfólk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands hefur sent opið bréf til nýsköpunarráðherra þar sem skorað er á hana að endurskoða áform um að loka Nýsköpunarmiðstöð um áramótin. Starfsfólkið leggur þess í stað til að starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar verði tekin til heildarendurskoðunar og nauðsynlegar breytingar gerðar. „Við starfsmenn erum tilbúnir í það samráðsferli,“ segir í bréfinu.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom á fund með starfsfólki miðstöðvarinnar þann 10. september.

„Fundurinn var á margan hátt ágætur en staðfesti áhyggjur okkar að áform um að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð séu ekki byggðar á mikilli greiningarvinnu, þvert á það sem þú hefur talað um, og eru einnig án samráðs við mikilvæga hagsmunahópa. Þannig virðist t.d. ekki búið að verðmeta hvaða áhrif áformin hafa á nýsköpunarumhverfið og samfélagið m.v. óbreytta stöðu annars vegar og með því að leggja miðstöðina niður hins vegar,“ segir í opnu bréfi starfsfólksins.

Vakin er athygli á því að ráðuneytið hafi tilkynnt að með þessum breytingum lækki breytingum lækki framlög ríkisins til þeirrar starfsemi sem Nýsköpunarmiðstöð sinnir úr 700 milljónum á ári í 350 milljónir.

„Það er því alveg ljóst að með þessari aðgerð er verið að draga úr stuðningi við nýsköpun á landinu öllu, á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu, en ekki efla hana eins og ráðuneytið heldur fram. Þetta er líka skoðun margra í sprotaumhverfinu og sérstaklega alvarlegt þegar einmitt hið gagnstæða ætti að gera.“

Í bréfinu eru nefndar nokkrar ástæður sem mæla gegn því að loka Nýsköpunarmiðstöð. Ein þeirra er staðan í samfélaginu vegna COVID-19.

„Á þessum sérstöku covid tímum sem minna efnahagslega og samfélagslega um margt á kreppuna 2008, en með mun meira afleiddu atvinnuleysi, þá er mjög mikilvægt að efla nýsköpunarþjónustu í landinu. Í kjölfar kreppunnar 2008 átti Nýsköpunarmiðstöð stóran þátt í að koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað með því að aðstoða atvinnulausa frumkvöðla og fékk mikið lof fyrir víða í samfélaginu og einnig frá ráðuneytinu,“ segir starfsfólkið í bréfinu.

Bréfið má lesa hér í heild sinni:

Opið bréf til nýsköpunarráðherra. Ósk um endurskoðun á fyrirætlunum um lokun Nýsköpunarmiðstöðvar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Iðnaður gæti orðið helsti drifkraftur viðspyrnu eftir heimsfaraldurinn

Iðnaður gæti orðið helsti drifkraftur viðspyrnu eftir heimsfaraldurinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kæra útboð borgarinnar á uppsetningu hleðslustöðva

Kæra útboð borgarinnar á uppsetningu hleðslustöðva