fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Útilokar ekki að kæra Dóru – „Ég er algjörlega saklaus“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 17. september 2020 11:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyþór Laxdal Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, útilokar ekki að kæra Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata, fyrir upplognar sakir vegna framgöngu hennar undanfarið þar sem hún hefur ítrekað vakið máls á meintum mútum sem hún segir Samherja hafa greitt til Eyþórs. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni. 

Dóra hefur nú ítrekað vakið máls á því að Eyþór hafi keypt hlut Samherja í Morgunblaðinu án þess að greiða fyrir hann. Til dæmis í Bítinu og á borgarstjórnarfundi.

Eyþór segir Dóru hafa farið offari í umræðunni undanfarið og að hún hafi farið fram með lygum og snúið öllum staðreyndum á hvolf.

„Heldur betur. Hún er búin að fara offari, Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata, og mæta með svona handskrifað blað í þætti, í pontu þar sem hún sakar mig og aðra um glæpi. Það er nú bara þannig að það má ekki saka fólk um eitthvað ranglega. Hvort sem menn eru opinberar persónur eða ekki. En hún er borgarfulltrúi. Hún hefur ásakað lögregluna, neyðarlínuna og fleiri. Hún sem sagt sakar mig um það hafa verið mútað af félagi.“

Seljendalán ekki mútur

Eyþór nefnir sem dæmi meintar mútur sem Dóra segir hann hafa þegið frá Samherja vegna kaupa á Morgunblaðinu. Eyþór bendir á að það hafi verið félag í hans eigu sem keypti hlut í Morgunblaðinu með svonefndu seljendaláni. Slíkar lánveitingar séu ekki óþekktar og hafi Reykjavíkurborg til að mynda oft veitt slík lán.

Seljendalán taki mið af áhættufjárfestingu og séu greidd til baka eftir því hvernig fjárfestingunni reiðir af. Þar sem Morgunblaðinu hafi ekki gengið eins vel og vonir stóðu til hafi litið verið greitt til baka af seljendaláninu til þessa.

„Ef það eru mútur að veita seljendalán þá eru Reykjavíkurborg og þá Píratar að veita mútur“

Dóra hafi hins vegar talað um að Eyþór persónulega hafi fengið slíkt lán.

„Hún sagði ég persónulega. Það er haugalygi“

„Það er ekki eitt sem er rangt hjá Dóru, það er allt. Það er allt sem hún segir lygi.“

Lísa í Undralandi

Eyþór segir það alvarlegt þegar kjörinn fulltrúi gengur fram með þeim hætti sem Dóra hefur nú gert.

„Það er mjög alvarlegur hlutur þegar að kjörinn fulltrúi sem er auk þess í meirihluta og formaður mannréttindaráðs Reykjavíkur skuli fara í fjölmiðla og pontu og ljúga sökum upp á menn“

Hann líkir Dóru Björt við Lísu í Undralandi þar sem hún hafi snúið öllu á hvolf.

„Því hún býr til samsæriskenningu sem stenst ekki skoðun en hún snýr líka staðreyndunum algjörlega á hvolf“

Eyþór segir að gögnin tali sínu máli og hann hafi engu leynt.

„Nú er hagsmunaskráning hjá Reykjavíkurborg sem er ekki skylda að hafa og ég hef skráð allar þær eigur og öll þau tengsl sem mér ber að gera.“

Uppbygging á Selfossi og félag á Kýpur

Eins kannast Eyþór ekkert við félag á Kýpur sem hann á að hafa notað til að þiggja meintar mútur Samherjamanna. Hið sama félag mun vera að standa að uppbyggingu í miðbæ Selfoss og hafi grunnurinn að þeirri uppbyggingu verið lagður þegar Eyþór var oddviti Sjálfstæðisflokksins á Selfossi.

Eyþór bendir á að hann hafi keypt lóðir í eigu einkaaðila, eitthvað sem Selfyssingar hafi barist fyrir í áratugi og hafi löngu verið farinn frá Selfossi þegar uppbyggingin hófst. Eins kannast hann ekkert við kynningarmyndband sem Samherji stóð að vegna íbúðarkosningar um uppbygginguna.

Hvað vakir fyrir Dóru? 

Veltir Eyþór því fyrir sér hvað vaki fyrir Dóru. Kannski sé hún að reyna að afla sér vinsælda innan Pírata en það sem hún sé líka að gera er að afvegaleiða umræðuna frá mikilvægum málefnum sem borgin er að takast á við. Svo sem samgöngumál. Og málefni varðandi Keldur þar sem borgin hafi lofað í lífskjarasamningum að hefja uppbyggingu á íbúðabyggð. En þau málefni séu að gleymast núna þar sem umræðunni sé vikið heldur að því sem Eyþór kallar haugalygi um meint tengsl hans við Samherja.

Útilokar ekki að kæra

Eyþór segir að ásakanir Dóru séu alvarlegar

„Ekki bara alvarleg, ekki bara einhvers konar ámæli heldur grafalvarleg ásökun sem er að mörgu leyti brot á hegningarlögum.“

Aðspurður segir Eyþór að hann útiloki ekki að kæra Dóru fyrir meiðyrði, en hins vegar hafi hann frekar lyst á því að ræða málefni borgarinnar frekar en að eltast við borgarfulltrúa og samsæriskenningar hennar.

„Ég er algjörlega saklaus og gögnin sanna það“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Í gær

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Í gær

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli