fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Sólveig Anna segir Örn hafa reynt að smána sig – „Hvað er eiginlega að mönnum?“ – „Hún er nú snar þessi Sólveig“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 15. september 2020 11:00

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Stóra tíðablóðsmálið heldur áfram, mér til skemmtunnar og yndisauka,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á Facebook-síðu sinni í gær.

Þetta „stóra tíðablóðsmál“ byrjaði þegar Sólveig kom með þá hugmynd um að atvinnulausar konur myndu skrifa undir samning við Icelandair með tíðablóði sínu. Örn Arnarson skrifaði skoðanapistil sem birtist á Viðskiptablaðinu í gær en í honum talaði hann um ummæli Sólveigar með tilliti til sóttvarnaraðgerða. „Vafalaust bíða margir spenntir eftir að blaðamaður beri upp spurningu hvort þessi hvatning samræmist sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda á næsta blaðamannafundi Almannavarna og Landlæknis vegna veirufaraldursins,“ sagði Örn.

„Í morgun birtist smá texti eftir einhvern flottan Viðskiptablaðsstrák þar sem hann fer með gamanmál til að reyna að shame-a mig fyrir að vera nastý kvenpersóna sem talar um túr,“ segir Sólveig í kjölfar ummæla Arnar.

„Þessi flotti strákur telur að margir bíði spenntir eftir því að Þríeykið fái spurningu frá blaðamönnum um hvernig þessi hugmynd mín um að atvinnulausar konur skrifi undir samning við Icelandair með tíðablóði svo að þær geti fengið hærri bætur samræmist sóttvarnaraðgerðum stjórnvalda. Af því túr er svo ógeðslegur og skítugur! Svona smitandi ógeðslegt konu-ógeð! Væri nú fyndið ef að Alma yrði spurð, er það ekki? Um almennt hreinlæti hjá konum sem eru á ógeðslegum túr. Hahaha. Hún er nú snar þessi Sólveig.“

„Þessi flotti strákur virðist eldri en tvívetra“

Sólveig segir að hún viti að hún sé að næra „túr-tröllin“ með því að halda áfram að tjá sig um þetta mál. „En ég bara get ekki hamið mig: Þetta er nú meira feðraveldis-ruglið. Hvað er eiginlega að mönnum? “ spyr Sólveig og spyr hvar þessir menn eins og Örn hafi eiginlega verið.

„Þessi flotti strákur virðist eldri en tvívetra en hann er samt eins og barn þegar kemur að því sem eitt sinn hét „leyndardómar kvenlíkamans“. Hann heldur að tíðablóð sé tabú, óhreint og smitandi. Þannig að hann er kannski meira eins og maður frá síðustu öld frekar en barn. Eða þarsíðustu öld? Hann tekur þátt í að viðhalda mýtu um að túr sé óhreinn, mýtu sem að við kvensurnar héldum kannski að væri, í það minnsta á hinum frjálsu, upplýstu og menntuðu Vesturlöndum, búið að kveða í kútinn. Hann tekur þátt í því að næra eitthvað forneskju móment þar sem körlum er gert kleift að hrylla sig yfir þessu þarna niðri hjá þeim þarna konunum.“

Þá segist Sólveig vona að ef Alma verði spurð út í tíðablóðsundirskriftina að hún noti tækifærið og segi fólki frá túr. „Og segi svo kannski eitthvað um að það sé kannski dálítið löngu tímabært að það sem gerist einu sinni í mánuði fyrir helming mannkyns áratugum saman sé ekki útmálað sem óhreint tabú.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega