fbpx
Föstudagur 30.júlí 2021
Eyjan

Kúvending Katrínar – Barðist fyrir börn fyrir kosningar en vill lítið gera núna

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 15. september 2020 18:30

Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í viðtali við mbl.is að það sé ekki hlutverk stjórnmálamanna að beita sér fyrir í einstaka málum. Þetta brýtur í bága við það sem Katrín sagði fyrir síðustu kosningar.

„Ég held ekki að það sé gott kerfi þar sem stjórnmálamenn hafa afskipti af einstaka málum,“ sagði Katrín þegar hún var spurð hvort það ætti að leyfa egypsku fjölskyldunni að vera hér á landi en til stendur að vísa henni úr landi á morgun. „Við þurfum auðvitað að segja það eins og það er, við erum ekki að taka á móti öllum þeim sem hér sækja um alþjóðlega vernd, við erum ekki að veita þeim öllum alþjóðlega vernd. En það breytir því ekki að við höfum verið að taka á móti fleirum en áður og erum þar af leiðandi að leggja okkar af mörkum til þess að sýna ábyrgð í þessu alþjóðasamfélagi.“

Gríman fer niður

Þegar Katrín var spurð hvort það væri útlit fyrir því að ríkisstjórnin grípi inn í mál egypsku fjölskyldunnar. „Þetta er ekki fyrsta brottvísunin, þetta mál,“ sagði Katrín við því en þessi ummæli hafa vakið athygli á samfélagsmiðlinum Twitter.

Þá bendir einn notandi á ræðu Katrínar á Alþingi frá því fyrir síðustu Alþingiskosningar en þá gerði hún málefni flóttafólks að sérstöku umræðuefni. „Það eru 65 millj­ón­ir manna á flótta. Helm­ing­ur þeirra er börn. Þessi börn hafa ekk­ert til þess unnið að vera svipt framtíð sinni. Þetta gætu verið börn­in okk­ar. Við get­um hjálpað fleir­um en við ger­um núna og við eig­um að hjálpa fleir­um en við ger­um núna,“ sagði Katrín þá.

Katrín sagði síðan daginn eftir á Alþingi að það væri mikilvægt að hlusta á málefni barna. „Þegar framkvæmd laga sem varðar fólk í sérstaklega viðkvæmri stöðu, börn, hefur það í för með sér að réttlætiskennd jafn margra er misboðið, þá er ástæða til að hlusta. Þegar UNICEF og Rauði krossinn biðja okkur að hlusta er ástæða til að hlusta, hlusta og velta því fyrir sér hvort við séum að framfylgja lögum sem eiga að byggjast á mannúð með þeim hætti sem við eigum að gera þannig að þau uppfylli skyldur barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem við höfum undirgengist.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Benedikt og Þorgerður slíðra sverðin – „Öflugur liðsmaður“

Benedikt og Þorgerður slíðra sverðin – „Öflugur liðsmaður“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Furðar sig á því að Áslaug sé ekki búin að segja af sér – „Einstakir ráðherrar geta ekki staðið fyrir stjórnarandstöðu í eigin ríkisstjórn“

Furðar sig á því að Áslaug sé ekki búin að segja af sér – „Einstakir ráðherrar geta ekki staðið fyrir stjórnarandstöðu í eigin ríkisstjórn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þetta kemur Gísla Marteini sífellt á óvart – Vill að Íslendingar verði róttækari

Þetta kemur Gísla Marteini sífellt á óvart – Vill að Íslendingar verði róttækari
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór hjólar í ráðherra landsins fyrir að dreifa peningum – Ásmundur og Sigurður Ingi fá sérstaklega að heyra það

Bergþór hjólar í ráðherra landsins fyrir að dreifa peningum – Ásmundur og Sigurður Ingi fá sérstaklega að heyra það
Eyjan
Fyrir 1 viku

Óli Björn gerir grín að sósíalisma – „Kast­ró er ekki bú­inn að vera fimm mín­út­ur í hel­víti og við erum þegar byrjaðir að fá flótta­menn“

Óli Björn gerir grín að sósíalisma – „Kast­ró er ekki bú­inn að vera fimm mín­út­ur í hel­víti og við erum þegar byrjaðir að fá flótta­menn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helga Vala stillir Áslaugu upp á móti Svandísi Svavars – „Hversu lengi ætlar VG að þegja?“

Helga Vala stillir Áslaugu upp á móti Svandísi Svavars – „Hversu lengi ætlar VG að þegja?“