fbpx
Laugardagur 26.september 2020
Eyjan

Óli Björn mun ekki greiða atkvæði með skattahækkunum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 5. ágúst 2020 13:39

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það vitlausasta sem þingið getur gert við núverandi aðstæður er að freista þess að auka tekjur ríkisins með þyngri álögum á fyrirtæki og/ eða heimili. Í þeim leik tek ég ekki þátt,“ segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Í greininni fer Óli yfir efnahagslegar afleiðingar af kórónuveirufaraldrinum og segir að afleiðingarnar á íslenskt efnahagslíf séu enn alvarlegri en víða annars staðar:

„Afleiðingar Covid á íslenskt efnahagslíf eru í mörgu alvarlegri en hjá öðrum löndum og skiptir þar mestu hve mikilvæg ferðaþjónustan er orðin eftir ótrúlega uppbyggingu á síðustu árum. Augljóst er að verulegur samdráttur verður í útflutningi vöru og þjónustu. Hagstofan býst við yfir 30% samdrætti og þá mest í þjónustuútflutningi ferðaþjónustunnar. En einnig er reiknað með samdrætti í útflutningi sjávarafurða.“

Alþingi kemur saman í þessu mánuði til að afgreiða nýja fjármálastefnu en nýtt þing kemur síðan saman 1. október. Óli Björn kallar eftir því að fjárfestingar til að efla atvinnulíf verði í þessum pakka:

„En að opna fyrir súrefniskrana skatta og gjalda er ekki aðeins skynsamleg leið heldur arðbær fjárfesting til framtíðar fyrir ríkissjóð og almenning. Tekjugrunnur ríkis og sveitarfélaga verður styrkari til lengri tíma og ráðstöfunartekjur launafólks meiri. Þetta er ekki flóknara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dóra Björt stendur keik – „Samherjamálið gerðist, gögn voru birt og Eyþór kemur við sögu. Það er einfaldlega þannig“

Dóra Björt stendur keik – „Samherjamálið gerðist, gögn voru birt og Eyþór kemur við sögu. Það er einfaldlega þannig“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Álfrún spyr hvort það sé kominn tími til að ræða gereyðingarvopn

Álfrún spyr hvort það sé kominn tími til að ræða gereyðingarvopn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Punktar úr pólitík – Þetta bar hæst í vikunni

Punktar úr pólitík – Þetta bar hæst í vikunni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tommi opnar sig um framboðið – „Ég skal viðurkenna að ég hef enga reynslu“

Tommi opnar sig um framboðið – „Ég skal viðurkenna að ég hef enga reynslu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Opið bréf með áskorun til ráðherra – Verið að draga úr stuðningi við nýsköpun á landinu öllu

Opið bréf með áskorun til ráðherra – Verið að draga úr stuðningi við nýsköpun á landinu öllu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir ásakanir Dóru á sandi reistar – Píratar samþykktu sjálfir skipulagið

Segir ásakanir Dóru á sandi reistar – Píratar samþykktu sjálfir skipulagið