fbpx
Mánudagur 28.september 2020
Eyjan

Sögulegur samdráttur en aukin neysla á lyfjum og áfengi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 31. ágúst 2020 09:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður þjóðhagsreikninga áætla á landsframleiðsla á Íslandi hafi dregist saman um rúmlega níu prósent á öðrum ársfjórðungi 2020 samanborið við sama tímabil í fyrra. Þetta er mesti samdráttur sem hefur mælst síðan ársfjórðungslega mælingar hófust hér á landi.

Má í þessum niðurstöðum merkja áhrif af heimsfaraldri Covid-19 og þeirra aðgerða sem gripið var til í þeim tilgangi að sporna gegn útbreiðslu hans hér á landi sem og á heimsvísu.

Í tilkynningu Hagstofu Íslands segir:

„Takmarkanir á ferðalögum fólks á milli landa höfðu veruleg áhrif á bæði inn- og útflutning þjónustu á tímabilinu en í niðurstöðunum gætir einnig fjölþættra áhrifa samkomubanns á eftirspurn eftir vöru og þjónustu af ýmsu tagi hér á landi. Samkvæmt mælingum á vinnumagni, sem öllu jöfnu gefa sterka vísbendingu um framleitt magn vöru og þjónustu til endanlegra nota, dróst heildarfjöldi vinnustunda saman um 11,3% prósent á tímabilinu.“

Samdráttur var í þjóðarútgjöldum – samtala neyslu og fjárfestinga, og nam samdráttur rúmum 7 prósentum. Samdráttur í einkaneyslu mældist rúm átta prósent. Fjármunamyndun dróst saman um tæp 19 prósent.

Ekki var þó samdráttur í allri einkaneyslu. Til að mynda benda niðurstöður til aukinnar neyslu lyfja og annarra lækningavara, rafrænni þjónustu og áfengi.

Einnig var samdráttur í bæði inn- og útflutningi. Útflutningur dróst saman um tæp fjörutíu prósent en innflutningur um tæp 35 prósent.

Samdráttur hefur átt sér stað víðar í heiminum. Sérstaklega í ríkjum sem hafa lent illa í heimsfaraldrinum.

„Þannig mældist samdrátturinn innan Evrópusambandsins í heild 11,7% að raungildi á 2. ársfjórðungi miðað við fyrri fjórðung. 20,4% í Bretlandi, 18,5% á Spáni og 13,8% í Frakklandi.“

Um er að ræða bráðabirgðaniðurstöður sem hagstofur viðkomandi ríkja hafa birt á undanförnum vikum og eru settar fram með fyrirvara um aukna óvissu í niðurstöðum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristján hjólar í atvinnurekendur- „Þetta hefur þú aldrei lesið í fréttum“

Kristján hjólar í atvinnurekendur- „Þetta hefur þú aldrei lesið í fréttum“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur Einar leggur til styttingu á tökutímabili fæðingarorlofs – Aðeins einn mánuður til skiptana

Ásmundur Einar leggur til styttingu á tökutímabili fæðingarorlofs – Aðeins einn mánuður til skiptana