fbpx
Laugardagur 26.september 2020
Eyjan

Segir Guðna vera forseta elítunnar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 2. ágúst 2020 11:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það hefur ætíð verið ljóst að Guðni Th. er fremur forseti elítunnar, sem telur sig réttborna til valda, fremur en forseti almennings,“ segir Gunnar Smári Egilsson, í nýjum pistli. Tilefnið er viðtal RÚV við Guðna Th. Jóhannesson forseta, þar sem rætt var um endurbætur á stjórnarskrá. Guðna hugnast tillögur um að kjörtímabil forseta verði lengt í 6 ár. Jafnframt segir hann að að skýra þyrfti valdsvið og verksvið forseta með nýjum ákvæðum í stjórnarskrá. Sömuleiðis nefndi Guðni að skýra þyrfti betur núverandi ákvæði stjórnarskrárinnar sem lúta að störfum forseta við óvenjulegar aðstæður á stjórnmálasviðinu.

Guðni hefur verið talinn alþýðlegur forseti, ekki síst vegna viðmóts síns við fólk og lífsvenja. Gunnar Smári segir hins vegar:

„Guðni Th. hefur aldrei í forsetatíð sinni stigið fram og lýst því yfir að almenningur hafi valið sér stjórnarskrá og elítunni beri að hlýða. Það er til ein setning eftir hann sem fylgjendur stjórnarskrárfélagsins vitna stundum til, þegar þeir vilja sanna að Guðni Th. sé þeirra maður, en hún var sögð þegar Guðni Th. var að sækja um starfið, var í framboði. Í embætti hefur hann aldrei lagt neina sérstaka áherslu á þjóðaratkvæðagreiðsluna 2012 og ekki gert neinar athugasemdir við að elítan hefur hunsað hana. Nú stekkur Guðni Th. hins vegar fram og flýtir sér að lýsa yfir stuðningi við ákvæði stjórnarskrárinnar sem Skúli Magnússon héraðsdómari samdi fyrir Katrínu Jakobsdóttur og elítan vill að gildi fremur en sú stjórnarskrá sem þjóðin valdi. Hvað er það?

Erum við með forseta sem er að segja okkur að elítan eigi ekki að fara eftir vilja þjóðarinnar, heldur eigi þjóðin að fara eftir vilja elítunnar?

Í þessu viðtali ræðir Guðni Th. að forseti eigi að láta í sér heyra þegar hugnast ekki aðgerðir stjórnvalda. Honum tekst svo að ræða stjórnarskrá í nokkrum smáatriðum án þess að geta þjóðaratkvæðagreiðslunnar frá 2012. Það segir allt um hug hans til þess máls.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dóra Björt stendur keik – „Samherjamálið gerðist, gögn voru birt og Eyþór kemur við sögu. Það er einfaldlega þannig“

Dóra Björt stendur keik – „Samherjamálið gerðist, gögn voru birt og Eyþór kemur við sögu. Það er einfaldlega þannig“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Álfrún spyr hvort það sé kominn tími til að ræða gereyðingarvopn

Álfrún spyr hvort það sé kominn tími til að ræða gereyðingarvopn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Punktar úr pólitík – Þetta bar hæst í vikunni

Punktar úr pólitík – Þetta bar hæst í vikunni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tommi opnar sig um framboðið – „Ég skal viðurkenna að ég hef enga reynslu“

Tommi opnar sig um framboðið – „Ég skal viðurkenna að ég hef enga reynslu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Opið bréf með áskorun til ráðherra – Verið að draga úr stuðningi við nýsköpun á landinu öllu

Opið bréf með áskorun til ráðherra – Verið að draga úr stuðningi við nýsköpun á landinu öllu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir ásakanir Dóru á sandi reistar – Píratar samþykktu sjálfir skipulagið

Segir ásakanir Dóru á sandi reistar – Píratar samþykktu sjálfir skipulagið