fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

„Nei, ekki aftur! Ég hata þessa veiru“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 11. ágúst 2020 17:52

Íris Róbertsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir íbúa Vestmannaeyja taka hópsmiti sem þar nýlega greindist alvarlega. Þetta kemur fram í pistli hennar sem birtist hjá Vísi.

Litli frændi minn greip um höfuðið og sagði: „Nei, ekki aftur! Ég hata þessa veiru“.

Ég held að við getum öll tekið undir með frænda mínum, en veiran herjar nú samt sem áður á okkur aftur með endurnýjuðum krafti. Við hér í Eyjum tökum það mjög alvarlega og höfum brugðist hart við.“

Aðgerðarstjórn Vestmannaeyja var virkjuð fyrir helgi þegar ljóst varð að smit hafi komið upp í gleðskap sem haldinn var í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Þurfti í kjölfarið fjöldi Eyjamanna að fara í sóttkví.

Vestmannaeyjabær hefur sent samræmdar leiðbeiningar til leikskóla og frístundavara og heimsóknarreglur í búsetukjörnum áhættuhópa.

Síðasta laugardag voru allir þeir sem komnir voru í sóttkví boðaðir í skimun á vegum Íslenskrar erfðagreiningar og HSU í Vestmannaeyjum. Með þessum tveimur stóru skimunum og hefðbundinni einkennaskimun hjá HSU hafa vel yfir 600 manns verið skimaðir á nokkrum dögum. Þetta er um 14% íbúa í Eyjum. Þetta skiptir máli! Það var ekki síst mjög víðtæk skimun sem hjálpaði okkur út úr þeim vanda sem var hér í vetur. við bregðumst eins við núna“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Í gær

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun