fbpx
Laugardagur 15.ágúst 2020
Eyjan

Skorar á ríkið að una dóminum – „Það er mál að linni“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 8. júlí 2020 12:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands(ÖBÍ), skorar á íslenska ríkið að una nýföllnum dómi héraðsdóms Reykjavíkur þar sem dæmt var að skerðing Tryggingastofnunar á sérstakri framfærsluuppbót vegna búsetu erlendis hafi verið ólögmæt frá upphafi.  Þetta kemur fram á vef ÖBÍ. 

Dómurinn féll 19. júní síðast liðinn. Dómari byggðir niðurstöðu á sérstæða lagalega stöðu ákvæðis um sérstaka framfærsluuppbót. Um flesta liði lífeyrisgreiðslna sem TR greiðir lífeyrisþegum er kveðið á um í lögum um almannatryggingar. Sérstaka framfærsluuppbótin er hins vegar úr lögum um félagslega aðstoð.

Meta þörf fyrir uppbót en skerða hana síðan

Það sem réði úrslitum í málinu var það að sérstök framfærsluuppbót er greidd út samkvæmt lögum um félagslega aðstoð, en ekki samkvæmt lögum um almannatryggingar. Vegna þessa hefðu greiðslurnar vissa sérstöðu.

Eins væri skilyrðið fyrir því að hljóta slíkar greiðslur, að viðkomandi þyrfti þær til að geta átt ofan í sig og sína. Því væri það afar undarlegt að TR gæti metið einstakling það illa staddan að hann þurfi þessa uppbót, en á sama tíma skert það eftir búsetunni.

Í lagaákvæðinu um framfærsluuppbótina er ekki talað um neinar skerðingar vegna búsetu. Um slíkt er hins vegar ákvæði í reglugerð sem byggir á lögunum.

Dómari í málinu taldi þarna of langt gengið. Ekki væri hægt að byggja jafn alvarlegt inngrip í réttindi einstaklings á grundvelli reglugerðarákvæðis. Þarna þyrfti að vera skýrt kveðið á um þetta  í lögum.

Mál að linni

TR hélt því fram að jafnvel þó að skerðingarnar hefðu verið ólögmætar í upphafi þá væru þær samt orðnar lögmætar í dag vegna hefðar. Það er að TR hefði svo lengi skert bætur með ólögmætum hætti að það væri orðið venjuhelgað fyrirkomulag sem ekki ætti að hrófla við. Þessu hafnaði dómari alfarið.

Þuríður Harpa segir dóminn mjög mikilvægan. Hann tryggi öllum lágmarksframfærslu og gagnist mest þeim einstaklingum sem hafi verið fastir í fátækt: „vegna búsetuskerðinga, og í raun ætlað að draga lífið fram á smáaurum.“

„Ég skora á ríkið að láta nú staðar numið í baráttu sinni fyrir að viðhalda smánarlegri fátækt í landinu og una þessum dóm. Það er mál að linni“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn segir bið í næsta Samherja-þátt – „Ég ætla ekki að tjá mig um það á þessu stigi og ætla að láta storminn aðeins lægja eftir þetta“

Þorsteinn segir bið í næsta Samherja-þátt – „Ég ætla ekki að tjá mig um það á þessu stigi og ætla að láta storminn aðeins lægja eftir þetta“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Gunnar Bragi um svar Helga Seljan – „Ég leyfi mér hins veg­ar að glotta smá“

Gunnar Bragi um svar Helga Seljan – „Ég leyfi mér hins veg­ar að glotta smá“