fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Símon telur of langt gengið – Fangelsismálayfirvöld mega breyta dómum dómstóla

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 7. júlí 2020 15:11

Skjáskot/Vimeo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt grundvallarreglu í íslensku þjóðfélagi er ríkisvaldinu skipt í þrennt, löggjafinn, framkvæmdarvaldið og dómsvaldið. Fangelsismálayfirvöld tilheyra framkvæmdarvaldinu og framkvæma ákvarðanir dómsvalds, sem byggir ákvörðun sína á gildandi lögum löggjafans.

Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, Símon Sigvaldason, telur fangelsismálayfirvöld þó beita dómsvaldi sem sé að líkindum í andstöðu við stjórnarskrá Íslands. Þetta kemur fram í grein hans í Morgunblaðinu í dag þar sem hann gagnrýnir tillögur starfshóps um aðgerðir til styttingar boðunarlista til afplánunar refsinga.

Leggja til styttingu afplánunar og aukna nýtingu á afplánun utan fangelsis

Dómsmálaráðherra skipaðir starfshóp í vetur í því skyni að finna leiðir til að stytta boðunarlista til afplánunar. Margir eyða árum saman á þeim lista, í bið eftir að vera boðaðir í afplánun, og er slíkt afar íþyngjandi fyrir dómþola sem í mörgum tilvikum hafa á þessum langa biðtíma snúið við blaðinu og hafið nýtt líf. Ekki er það þó eini vankanturinn á löngum boðunarlista, því aukist hefur að dómar fyrnist á meðan beðið er eftir að komast í afplánun.

Starfshópurinn skilaði af sér skýrslu í mars þar sem ýmsar leiðir eru lagðar til í því skyni að bæta stöðuna í málaflokknum.

Meðal tillagna er að bjóða þeim föngum sem hafa sýnt af sér góða hegðun upp á reynslulausn fyrr en ella. Í dag þurfa fangar að sitja af sér tvo þriðju hluta refsingar áður en reynslulausn kemur til álita en starfshópurinn leggur til þessu verði breytt á þann veg að aðeins þurfi að sitja af sér helming tímans.

Samfélagsþjónusta er úrræði sem hefur notið nokkurra vinsælda undanfarin ár, þar sem dómþolar afplána dóm í þágu samfélagsins, utan veggja fangelsisins. Starfshópurinn vill sjá þessu úrræði beitt í fleiri tilvikum en nú og að það standi til boða þeim er hafa hlotið allt að tveggja ára fangelsisdóm.

Náðun er annað úrræði sem starfshópurinn nefnir. Leggur hann til að náðum verði beitt í tilvikum þar sem dómþoli hefur verið á boðunarlista í þrjú ár. Þetta væri þó þeim skilyrðum háð að viðkomandi sé dæmdur fyrir minniháttar brot og eigi ekki óloknum málum í refsivörslukerfinu.

Í skýrslu starfshópsins kemur einnig fram að svo virðist sem að á Íslandi hafi dómar þyngst á undanförnum árum og óskilorðbundnum refsingum beitt í fleiri tilvikum en áður.

Of langt gengið

Símon segir tillögur hópsins ganga of langt. Svo virðist vera sem að starfshópurinn vilji ekki að fangelsisrefsingar séu afplánaðar í fangelsum nema þegar um alvarlegustu brot er að ræða.

Verði niðurstaðan sú að fallist verði á tillögur starfshópsins er einungis um það að ræða að allra alvarlegustu brotin, eins og manndráp, líkamsárás sem leiðir til dauða, alvarlegar nauðganir og alvarlegustu fíkniefnalagabrotin, leiði til afplánunar refsingar innan fangelsa.“

Á Íslandi eru það fangelsismálayfirvöld sem taka ákvörðun um hvort dómþoli fái að afplána dóm í samfélagsþjónustu. Í nágrannalöndum okkar eru það dómarar sem taka ákvörðun um slíkt. Símon bendir á að íslenskir dómstólar hafi í reynd lítið um það að segja hvernig refsing sé ákvörðuð. Það séu fangelsismálayfirvöld sem ákveði inntak hennar.

„Þegar dómari dæmir ákærða til tveggja ára óskilorðsbundinnar fangelsisrefsingar hefur dómarinn enga stjórn á því hvernig refsingin verður fullnustuð.“

Einhver mörk verði, að mati Símonar, að vera á heimildum fangelsismálayfirvalda til að ganga inn á svið dómstóla og hreinlega breyta dómum. Eina leiðin sem hann sér færa til að leysa úr boðunarlista sé að fjölga fangaplássum, en til þess þurfi fjármagn. Tillögur starfshópsins miði flestar að því að fækka þeim föngum sem þurfi að afplána innan veggja fangelsins.

Eins bendir hann á vissa tvískinnung hjá stjórnvöldum. Nú hafi verið lögð ríkari áhersla á þyngri refsingar við umferðarlagabrotum. Hins vegar séu flestir óskilorðsbundnir fangelsisdómar í dag dæmdir vegna ítrekaðra brota á umferðarlögum.  Á sama tíma eru refsingar vegna ofbeldisbrota frekar vægar, jafnvel alvarlegar líkamsárásir varði skilorðsbundinn dóm. Eins þjófnaður, eignaspjöll hótanir og svo framvegis. Þetta telur Símon umhugsunarverða þróun.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG