fbpx
Fimmtudagur 24.september 2020
Eyjan

Guðni hjólar í Dag – „Ég hef aldrei á langri ævi horft á ann­an eins skrípaleik“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 30. júlí 2020 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og formaður Framsóknarflokksins, er ansi harðorður í garð Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. í pistlinum ræðir Guðni meðal annars um hið hansi langlífa flugvallarmál, en honum finnst Dagur ekki standa sig í stykkinu þegar að því kemur.

„Alveg er það makalaus brota- og svika­vilji sem borg­ar­stjóri og hans meiri­hluti í Reykja­vík hef­ur viðhaft í flug­vall­ar­mál­inu. Og enn meiri undr­un vek­ur að bæði alþing­is­menn og ráðherr­ar skuli ekki grípa í taum­ana. Burt skal flug­völl­ur­inn segja Dag­ur og sam­starfs­menn hans í borg­ar­stjórn, þvert ofan í allt sam­komu­lag um að flug­vell­in­um verði ekki raskað nema ný lausn liggi fyr­ir.“

Þá minnist Guðni á borgarlínu og fullyrðir að engin viti almennilega um hvað hún snúist. Þá spyr hann sig út í örlög Sundabrautar, en hann telur að markmið Dags sé að þrengja að flug­inu.

„Flugið og einka­bíll­inn eru fyr­ir Reyk­vík­ing­um, segja Dag­ur og fé­lag­ar. Rík­is­stjórn­in virðist krók­lopp­in í mál­inu, gleyp­ir borg­ar­línu úr lófa borg­ar­stjór­ans, þótt eng­inn viti al­menni­lega um hvað hún snýst eða hvaða vanda hún leys­ir eða kost­ar þjóðina í pen­ing­um. Dag­ur ger­ir meira að segja til­raun til að fórna Sunda­braut. Hann ætl­ar að byggja fyr­ir Sunda­braut og íbúðar­hús í veg fyr­ir flugið. Ætl­un­in er að þrengja að flug­inu og hrekja það þannig burt.

Svo ber­ast fregn­ir af því að fjár­málaráðherra hef­ur líka lagt niður vopn sín eða þannig má lesa bréf ráðuneyt­is­stjór­ans til borg­ar­stjór­ans á dög­un­um. Flug­vall­ar­vin­ir segja að sam­komu­lag sem sam­gönguráðherra gerði við borg­ar­stjór­ann í nóv­em­ber 2019 sé að engu haft, en þar seg­ir: „Þá lýs­ir Reykja­vík­ur­borg jafn­framt yfir vilja sín­um til þess að tryggja nauðsyn­leg­ar breyt­ing­ar á aðal­skipu­lagi.“ Og minna má enn frem­ur á dýr­asta sátt­mála sög­unn­ar í sam­göngu­mál­um, sem þrír lyk­il­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar gerðu með borg­ar og bæj­ar­stjór­um höfuðborg­ar­svæðis­ins um borg­ar­línu fyr­ir tæpu ári upp á 120 millj­arða. Þau þurfa því að bera sam­an bæk­ur sín­ar, Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra og Sig­urður Ingi Jó­hanns­son sam­gönguráðherra og Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra. Dag­ur B. Eggerts­son er að ná öllu sínu fram og get­ur slátrað flug­velli þjóðar­inn­ar í Vatns­mýr­inni inn­an tutt­ugu mánaða.“

Guðni segir að ekki sé hægt að ræða flug­vallarmálið við Dag, þó að það snúi að lífs­gæðum og lífs­ör­yggi landsmanna. Hann segir mikilvægt að verja flug­völl­inn í Vatns­mýr­i og leggur til að borgarstjórn fái ekki valdið hvað varðar ákvarðanatöku í þeim efnum.

„Ég hef aldrei á langri ævi horft á ann­an eins skrípaleik og flug­vall­ar­málið. Báðir aðilar máls­ins fara með vilja þjóðar­inn­ar eins og í svika­myllu. Að vísu er þetta allt ætl­un­ar­verk Dags B. Eggerts­son­ar, og ekk­ert þýðir að ræða málið við hann, bygg­ingaráformin og brota­vilj­inn liggja fyr­ir. Alþingi ber að verja flug­völl­inn í Vatns­mýr­inni, því að hann er hluti af lífs­gæðum og lífs­ör­yggi lands­manna. Nær væri að setja lög sem tækju skipu­lags­valdið af borg­inni hvað flug­völl­inn varðar og setja hann inn í stjórn­ar­skrá. Nú þrefa stjórn­mála­menn í stjórn­ar­skrár­mál­inu um embætti for­seta Íslands sem ekk­ert hef­ur til saka unnið. Þó hef­ur þjóðin átt for­seta sem greip í neyðar­hem­il tvisvar þegar meiri­hluti á Alþingi virt­ist hafa tapað glór­unni í Icesave.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fólk keppist við að segja hvar egypska fjölskyldan er – „Þau eru hjá mér“

Fólk keppist við að segja hvar egypska fjölskyldan er – „Þau eru hjá mér“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjúkrahúsprestur Þjóðkirkjunnar: „Kirkjan ekki tekið neina afstöðu til dánaraðstoðar“

Sjúkrahúsprestur Þjóðkirkjunnar: „Kirkjan ekki tekið neina afstöðu til dánaraðstoðar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Punktar úr pólitík – Þetta bar hæst í vikunni

Punktar úr pólitík – Þetta bar hæst í vikunni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Tommi opnar sig um framboðið – „Ég skal viðurkenna að ég hef enga reynslu“

Tommi opnar sig um framboðið – „Ég skal viðurkenna að ég hef enga reynslu“