fbpx
Laugardagur 28.nóvember 2020
Eyjan

Hildur segir Ólaf Helga jafn óhæfan í Vestmannaeyjum – „Virkilega neikvæð skilaboð sem væri verið að senda“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 28. júlí 2020 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum er ekki vera parsátt með það að Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum verði færður til og gerður að lögreglustjóra í Vestmannaeyjum. Í dag greindi Fréttablaðið frá því að dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hefði tilkynnt Ólafi Helga um flutning hans til Vestmannaeyja.

Sjá einnig: Eyjamenn brjálaðir yfir ætluðum flutningi Ólafs Helga til Vestmannaeyja – „Ég hélt að þetta væri grín“

Eyjamenn virðast margir hverjir ekki sáttir með þessa tilfærslu, þar er Hildur Sólveig engin undantekning, sem fullyrðir í færslu á Facebook-síðu sinni að Ólafur sé alveg jafn óhæfur sem lögreglustjóri í Vestmannaeyjum og hann sé á Suðurnesjum.

„Það liggur auðvitað í hlutarins eðli að sé lögreglustjóri óhæfur til að sinna sínu embætti á Suðurnesjum er hann jafn óhæfur til að sinna því í Vestmannaeyjum. Annað væri stórkostleg gjaldfelling embættisins og virkilega neikvæð skilaboð sem væri verið að senda samfélaginu í Vestmannaeyjum.“

Sólveig segir að eðlilegt væri að auglýsa stöðu lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, og að þar gæti hann sótt um. Hún segir afar sérstakt að sá sem að sé „hringamiðjan“ í erfiðum málum lögreglunnar á Suðurnesjum ætti ekki að fá tækifæri um fram aðra.

„Eðlilegt ferli væri að auglýsa stöðu lögreglustjóra í Vestmannaeyjum nú þegar og þá gæti Ólafur Helgi vissulega sótt um líkt og hver annar en að veita einhverjum tækifæri umfram annan og hvað þá einhverjum sem nota bene er hringamiðjan í þessu erfiða máli á Suðurnesjum væri óásættanlegt.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamla fólkið á valdastólum

Gamla fólkið á valdastólum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur svaraði fyrir breytingarnar hjá Miðflokknum – „Hvað gerir varaformaður í stjórnmálaflokki?“

Ólafur svaraði fyrir breytingarnar hjá Miðflokknum – „Hvað gerir varaformaður í stjórnmálaflokki?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn segir að því sé enn ósvarað hvort mistök hafi verið gerð á Landakoti

Björn segir að því sé enn ósvarað hvort mistök hafi verið gerð á Landakoti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heitt í hamsi á Alþingi vegna vaxtahækkanna – „Ég er algjörlega ORÐLAUS!“

Heitt í hamsi á Alþingi vegna vaxtahækkanna – „Ég er algjörlega ORÐLAUS!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þetta eru hæst og lægst launuðu störfin á Íslandi

Þetta eru hæst og lægst launuðu störfin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Una stráfellir fullyrðingar Sigríðar – „Það sem þá gerist er það að fólk deyr“

Una stráfellir fullyrðingar Sigríðar – „Það sem þá gerist er það að fólk deyr“