fbpx
Laugardagur 28.nóvember 2020
Eyjan

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins með ólíka sýn á dánaraðstoð – Brynjar segir mannréttindahugtakið orðið merkingarlaust

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 21. júlí 2020 11:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, undirbýr jarðveginn fyrir lagasetningu sem myndi heimila dánaraðstoð á Íslandi. Þingið hefur samþykkt gerð skýrslu með samantekt um löggjöf landa sem heimila dánaraðstoð. Bryndís fer yfir málið í pistli í Morgunblaðinu í dag. Ennfremur hefur Bryndís óskað eftir því að gerð verði könnun meðal heilbrigðisstarfsmanna um viðhorf þeirra til dánaraðstoðar. Bendir hún á að í almennum viðhorfskönnunum styðji allt að 77% almennings dánaraðstoð við ákveðnar aðstæður.

Bryndís segir enn fremur í grein sinni:

„Ég hef djúpan skilning á því að dauðvona og sárþjáðir sjúklingar vilji hafa þann valkost að geta kvatt lífið og losnað undan þjáningum. Í því ljósi er dánaraðstoð valdefling hinna deyjandi. Það breytir ekki því að siðferðilegar spurningar í tengslum við dánaraðstoð eru margar og þeirra þarf að spyrja.

Sjálf vona ég í nafni mannúðar að við sjáum á næstu árum skýran og vel skilgreindan íslenskan lagaramma um dánaraðstoð verða að veruleika. Í mínum huga snýst þetta um frelsi einstaklingsins til að ráða því hvenær hann kveður þennan heim og með hvaða hætti þegar öll sund eru lokuð vegna alvarlegra veikinda.“

Dánaraðstoð ekki mannréttindi

Brynjar Níelsson nálgast þetta málefni með fremur neikvæðum hætti en frá þeim sjónarhóli að of sterk tilhneiging sé að fella undir mannréttindi ýmsan rétt sem kalli á aðgerðir annarra. Búið sé að útvatna mannréttindahugtakið:

„Nú er svo komið að hugtakið mannréttindi eru að verða merkingarlaust með öllu. Fjölgað hefur mjög í hópi alls konar félagsfræðinga, bæði meðal þingmanna og annarra, sem kalla sig mannréttindalögfræðinga. Þessi fræði eiga það til að leiða okkur í ógöngur og jafnvel snúa öllu á haus. Verða þá hvers kyns baráttu- og hagsmunamál fólks, þar sem lagðar eru skyldur á aðra, að mannréttindmáli. Nýjustu dæmin eru dánaraðstoð og þungunarrof.

Þegar sett er í lög að við eigum rétt á dánaraðstoð eða rjúfa þungun erum við að leggja skyldur á herðar öðrum. Okkur getur fundist það mikið hagsmunamál eða bara sjálfsagt, en það hefur ekkert með mannréttindi að gera. Mér finnst að það hafa fjölgað óheyrilega mikið í stétt sjálfskipaðra sérfræðinga í mannréttindum, sem halda alltaf að skoðun þeirra á hverju sem er séu mikilvæg mannréttindi.“

Rétt er að halda því til haga að í pistli sínum lýsir Brynjar ekki yfir þeirri skoðun að dánaraðstoð eigi ekki að vera leyfileg. Hann vill hins vegar ekki fella hana undir mannréttindi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamla fólkið á valdastólum

Gamla fólkið á valdastólum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur svaraði fyrir breytingarnar hjá Miðflokknum – „Hvað gerir varaformaður í stjórnmálaflokki?“

Ólafur svaraði fyrir breytingarnar hjá Miðflokknum – „Hvað gerir varaformaður í stjórnmálaflokki?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn segir að því sé enn ósvarað hvort mistök hafi verið gerð á Landakoti

Björn segir að því sé enn ósvarað hvort mistök hafi verið gerð á Landakoti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heitt í hamsi á Alþingi vegna vaxtahækkanna – „Ég er algjörlega ORÐLAUS!“

Heitt í hamsi á Alþingi vegna vaxtahækkanna – „Ég er algjörlega ORÐLAUS!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þetta eru hæst og lægst launuðu störfin á Íslandi

Þetta eru hæst og lægst launuðu störfin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Una stráfellir fullyrðingar Sigríðar – „Það sem þá gerist er það að fólk deyr“

Una stráfellir fullyrðingar Sigríðar – „Það sem þá gerist er það að fólk deyr“