fbpx
Þriðjudagur 19.janúar 2021
Eyjan

Auður Kjartansdóttir ráðin framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 20. júlí 2020 12:21

Auður Kjartansdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auður Kjartansdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Auður er með B.S. gráðu í landfræði, cand. mag gráðu í landfræðilegum upplýsingakerfum og meistaragráðu í forystu og stjórnun.

Hátt í þriðja tug umsókna barst um starf framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur þegar það var auglýst í vor.

Í fréttatilkynningu frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur segir:

Jóhannes Benediktsson, formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur: „Það er mikið gleðiefni hve margir hæfir einstaklingar sýndu starfinu áhuga. Við hlökkum til að starfa með Auði. Auk þess sem hún er afar hæf, teljum við að reynsla hennar af útivistarstarfi og skipulagningu þess komi til með að nýtast mjög vel í starfi félagsins, sem hefur umsjón með tveimur af fjölsóttustu útivistarsvæðunum á suðvesturhorni landsins – Heiðmörk og Esjuhlíðum. Skógræktarfélagið leggur einnig mikið upp úr loftslagsmálum og á þeim vettvangi mun reynsla Auðar af  vísindastarfi hjá Veðurstofunni koma að góðum notum.“

Auður hefur starfað sem sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands frá árinu 2005. Einnig hefur Auður starfað við leiðsögn og verið fjallaleiðsögumaður helstu fjöllum landsins um árabil. Hún var verkefnisstjóri hjá Héraðsskógum og hefur verið fararstjóri hjá Ferðafélagi Íslands um árabil. Auður kom að stofnun Ferðafélags barnana og sat í stjórn þess á upphafsárum félagsins. Einnig hefur hún verið yfirkennari Björgunarskólans á sviði snjóflóða og haft umsjón með fjölda námskeiða um útivist. Auður er gift Páli Guðmundssyni og eiga þau saman tvö börn.

Auður tekur við starfi framkvæmdastjóra af Helga Gíslasyni, sem ráðinn hefur verið sveitarstjóri Fljótsdalshrepps. Skógræktarfélag Reykjavíkur eru félagasamtök með nær 2.000 félagsmenn. Upplýsingar um félagið og starfsemina má nálgast á www.heidmork.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hörður segir Samfylkinguna blekkja og rugla varðandi sölu Íslandsbanka

Hörður segir Samfylkinguna blekkja og rugla varðandi sölu Íslandsbanka
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ármann fer fögrum orðum um umdeildar áætlanir Kópavogs – Íbúar mótmæla áformunum

Ármann fer fögrum orðum um umdeildar áætlanir Kópavogs – Íbúar mótmæla áformunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gunnar Bragi vill fá að sjá bóluefnasamningana – „Það voru mistök að treysta Evrópusambandinu“

Gunnar Bragi vill fá að sjá bóluefnasamningana – „Það voru mistök að treysta Evrópusambandinu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þórarinn í Spaðanum vill kaupa Domino‘s

Þórarinn í Spaðanum vill kaupa Domino‘s